„Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 19:26 Hluti hryggaðgerða verður fluttur í skrefum frá Landspítala til einkaaðila til þess að stytta biðlista. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segir undirbúning og samningsgerð við einkaaðila um bakaðgerðir krefjandi vegna þess að aldrei hafi verið samið um þær áður. Ætlunin er að nýta reynsluna af samingum ríkisins við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir. Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira