Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 16:13 Shannon Sharpe varð fyrir því óláni að útvarpa unaðsstunum úr svefnherbergi um heim allan. Getty Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni. Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024 NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024
NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira