Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 16:13 Shannon Sharpe varð fyrir því óláni að útvarpa unaðsstunum úr svefnherbergi um heim allan. Getty Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni. Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024 NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024
NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp