Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2024 13:19 Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hafði verið starfrækt síðan 1959. Kristján Berg Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefur verið lokað. Fiskbúðin var elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum. Ágúst segir í samtali við fréttastofu að persónulegar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun að loka. „Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“ Hann segir að í júlí hafi fiskbúðinni verið lokað, en í færslu á Facebook í ágúst kom fram að nauðsynlegt væri að hafa hana lokaða um óákveðinn tíma. Nú liggi hins vegar fyrir að verslunin mun ekki opna á ný. Í fiskbúðinni var meðal annars boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugl og svartfuglsegg.Kristján Berg Elsta starfandi fiskbúðin Ágúst segir að Fiskbúðin Trönuhrauni hafi fyrst opnað 15. desember 1959 og hafi því verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst tók við rekstri fiskbúðarinnar á níunda áratugnum og segir hann að margt hafi breyst síðan. „Það hefur eiginlega allt breyst síðan það var. Fiskneyslan og fiskurinn sem hefur verið í boði. Ég tek við árið 1986 og þá voru margir að koma tvisvar á dag, þrjá eða fjóra daga í viku. Þá var heldur ekki fiskur í hádeginu í skólum og vinnustöðum og fyrir vikið er nú ekki borðað jafn mikið af fiski á heimilum. En það er að sjálfsögðu erfitt að sjá á eftir alvöru fiskbúð.“ Fiskbúðin á Sundlaugavegi í Reykjavík var fyrst opnuð árið 1947 en henni var lokað síðasta vor. Hún mun þó opna á ný á næstu dögum með nýjum eigendum. Það má því segja að fiskbúðin í Trönuhrauni hafi verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu þegar henni var lokað. Hrikalega mikil niðursveifla Kristján Berg, sem einnig gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, vakti athygli á tíðindunum úr Hafnarfirði í færslu á Facebook í gær. „30 niður í 6. Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar. Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir,“ segir Kristján og vísar þar í að þegar hann hafi hafið störf sem fisksali, átján ára gamall, hafi verið þrjátíu fiskbúðir starfandi í Reykjavík. Nú séu þær sex. Hann segir að Fiskbúðin í Trönuhrauni hafi haft orð á sér að vera alltaf með góðan fisk og halda á lofti íslenskum hefðum og íslensku hráefni. „Boðið uppá íslenskt hráefni, eins og skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugli og svartfuglseggjum svo dæmi séu nefnd. Það sem ég hef áhyggjur af og hef ég haft þessar áhyggjur lengi, er að þessar fiskverslanir eru hratt að týna tölunni. Þeim fækkar og fækkar. Það sem gerist líka er að uppruni okkar, sá matur og matarmenning okkar sem við borðuðum í gamla daga er að hverfa. Nægir að nefna hrikalega mikla niðursveiflu í sölu á ferskum þorsk hrognum,“ segir Kristján. Hann hvetur landsmenn til að borða meiri fisk og heimsækja fiskbúðirnar. „Án viðskiptavina, þá loka fleiri verslanir innan skamms. Þannig virkar bara þessi viðskipti. Sorgarkveðja og sendi ég landsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Kristján. Hafnarfjörður Verslun Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. 10. september 2024 12:59 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum. Ágúst segir í samtali við fréttastofu að persónulegar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun að loka. „Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“ Hann segir að í júlí hafi fiskbúðinni verið lokað, en í færslu á Facebook í ágúst kom fram að nauðsynlegt væri að hafa hana lokaða um óákveðinn tíma. Nú liggi hins vegar fyrir að verslunin mun ekki opna á ný. Í fiskbúðinni var meðal annars boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugl og svartfuglsegg.Kristján Berg Elsta starfandi fiskbúðin Ágúst segir að Fiskbúðin Trönuhrauni hafi fyrst opnað 15. desember 1959 og hafi því verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst tók við rekstri fiskbúðarinnar á níunda áratugnum og segir hann að margt hafi breyst síðan. „Það hefur eiginlega allt breyst síðan það var. Fiskneyslan og fiskurinn sem hefur verið í boði. Ég tek við árið 1986 og þá voru margir að koma tvisvar á dag, þrjá eða fjóra daga í viku. Þá var heldur ekki fiskur í hádeginu í skólum og vinnustöðum og fyrir vikið er nú ekki borðað jafn mikið af fiski á heimilum. En það er að sjálfsögðu erfitt að sjá á eftir alvöru fiskbúð.“ Fiskbúðin á Sundlaugavegi í Reykjavík var fyrst opnuð árið 1947 en henni var lokað síðasta vor. Hún mun þó opna á ný á næstu dögum með nýjum eigendum. Það má því segja að fiskbúðin í Trönuhrauni hafi verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu þegar henni var lokað. Hrikalega mikil niðursveifla Kristján Berg, sem einnig gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, vakti athygli á tíðindunum úr Hafnarfirði í færslu á Facebook í gær. „30 niður í 6. Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar. Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir,“ segir Kristján og vísar þar í að þegar hann hafi hafið störf sem fisksali, átján ára gamall, hafi verið þrjátíu fiskbúðir starfandi í Reykjavík. Nú séu þær sex. Hann segir að Fiskbúðin í Trönuhrauni hafi haft orð á sér að vera alltaf með góðan fisk og halda á lofti íslenskum hefðum og íslensku hráefni. „Boðið uppá íslenskt hráefni, eins og skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugli og svartfuglseggjum svo dæmi séu nefnd. Það sem ég hef áhyggjur af og hef ég haft þessar áhyggjur lengi, er að þessar fiskverslanir eru hratt að týna tölunni. Þeim fækkar og fækkar. Það sem gerist líka er að uppruni okkar, sá matur og matarmenning okkar sem við borðuðum í gamla daga er að hverfa. Nægir að nefna hrikalega mikla niðursveiflu í sölu á ferskum þorsk hrognum,“ segir Kristján. Hann hvetur landsmenn til að borða meiri fisk og heimsækja fiskbúðirnar. „Án viðskiptavina, þá loka fleiri verslanir innan skamms. Þannig virkar bara þessi viðskipti. Sorgarkveðja og sendi ég landsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Kristján.
Hafnarfjörður Verslun Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. 10. september 2024 12:59 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. 10. september 2024 12:59