Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 13:32 „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum“ segir Böðvar. Samsett/Vísir/Getty Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira