„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Íslenski boltinn Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Fótbolti Fleiri fréttir Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Haaland að verða pabbi Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Bellingham og VAR gátu ekki bjargað Englendingum „Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Åge ræður hvort kallað verði í Albert Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Íslenski boltinn Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Fótbolti Fleiri fréttir Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Haaland að verða pabbi Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Bellingham og VAR gátu ekki bjargað Englendingum „Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Åge ræður hvort kallað verði í Albert Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? Sjá meira