Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 11:37 Kristrún Frostadóttir var minna en hrifin af nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi fjármálaráðherra kynnti nú í morgun. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. „Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira