Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 11:37 Kristrún Frostadóttir var minna en hrifin af nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi fjármálaráðherra kynnti nú í morgun. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. „Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira