Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 09:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp 2025 í morgun. Vísir Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Hallinn á að nema um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt frumvarpinu. Það er sagt mikill viðsnúningur frá tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar hallinn náði mest rúmlega átta prósentum af landsframleiðslunni. Frumjöfnuður ríkissjóðs, afkoma hans án vaxtagjalda og tekna, á að vera jákvæður um rúmlega 36 milljarða króna árið 2025, rúmlega fjórum milljörðum betri en í ár. Skuldir ríkissjóðs eiga að nema rúmlega 31 prósenti af vergri landsframleiðslu við lok næsta árs og lækka um 0,7 prósent á milli ára. „[Á]hersla [er] lögð á forgangsröðun og bætta afkomu ríkissjóðs með markvissu aðhaldi í opinberum umsvifum. Þannig stuðlar ríkisfjármálastefnan að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og skapar betri skilyrði fyrir lækkun vaxta. Staðinn verður vörður um heilbrigðis- og velferðarmál í samræmi við þá ætlan ríkisstjórnarinnar að hlúa að viðkvæmum hópum á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið. Nýtt örorkukerfi og innspýting í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Áhersla er sögð lögð á hóflegan raunvöxt útgjalda ríkisins og að forgangsraðað og hagrætt verði í þágu viðkvæmra hópa. Til viðbótar almennri aðhaldskröfu og öðrum útgjaldalækkunum sem tilgreindar eru í fjármálaáætlun er nú búið að útfæra niður á einstaka gjaldaliði níu milljarða króna afkomubætandi ráðstafanir sem gert var ráð fyrir í áætluninni. Samanlagt skila þessar breytingar um 29 milljarða króna lækkun útgjalda á næsta ári samanborið við fyrri áætlanir. Verður þetta að hluta nýtt til forgangsröðunar nýrra og brýnna verkefna. Á meðal þeirra verkefna sem eru nefnd sérstaklega eru nýtt örorkukerfi sem tekur gildi í september 2025 og á að bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega og hækkun frítekjumarks ellilífeyris í byrjun ársins. Í samgöngum á að leggja 6,4 milljarða króna til uppbyggingar innviða á höfuðborgarsvæðinu og auka á framlög til heilbrigðismála um 10,4 milljarða króna. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti breytist mest Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Með hröðum orkuskiptum í samgöngum og sífellt sparneytnari bílvélum hafa tekjur af ökutækjum og eldsneyti fallið töluvert. Til að bregðast við þeirri þróun hefur verið ákveðið að taka upp kílómetragjald vegna notkunar bifreiða en samhliða verða eldri gjöld felld niður, það er að segja vörugjöld af bensíni og olíugjald af dísilolíu. Jafnframt verður kolefnisgjald hækkað til að viðhalda hvötum til orkuskipta. Fyrsta skrefið í þessari kerfisbreytingu var tekið í byrjun árs 2024 með upptöku kílómetragjalds á notkun rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbifreiða. Annað skrefið verður stigið í byrjun árs 2025 og felst í því að kílómetragjald verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. „Með þessum breytingum er ekki aðeins skotið styrkari stoðum undir tekjuöflun ríkisins heldur einnig komið á skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi þar sem þeir borga sem nota vegakerfið en þó að teknu tilliti til áhrifa af þyngd ökutækja á vegslit,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið. Vegna fyrirhugaðrar kerfisbreytingar á gjaldtöku af notkun ökutækja munu bensín- og olíugjöld falla niður. Önnur krónutölugjöld hækka um 2,5%, í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga og í takt við verðbólgumarkmið þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Hallinn á að nema um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt frumvarpinu. Það er sagt mikill viðsnúningur frá tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar hallinn náði mest rúmlega átta prósentum af landsframleiðslunni. Frumjöfnuður ríkissjóðs, afkoma hans án vaxtagjalda og tekna, á að vera jákvæður um rúmlega 36 milljarða króna árið 2025, rúmlega fjórum milljörðum betri en í ár. Skuldir ríkissjóðs eiga að nema rúmlega 31 prósenti af vergri landsframleiðslu við lok næsta árs og lækka um 0,7 prósent á milli ára. „[Á]hersla [er] lögð á forgangsröðun og bætta afkomu ríkissjóðs með markvissu aðhaldi í opinberum umsvifum. Þannig stuðlar ríkisfjármálastefnan að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og skapar betri skilyrði fyrir lækkun vaxta. Staðinn verður vörður um heilbrigðis- og velferðarmál í samræmi við þá ætlan ríkisstjórnarinnar að hlúa að viðkvæmum hópum á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið. Nýtt örorkukerfi og innspýting í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Áhersla er sögð lögð á hóflegan raunvöxt útgjalda ríkisins og að forgangsraðað og hagrætt verði í þágu viðkvæmra hópa. Til viðbótar almennri aðhaldskröfu og öðrum útgjaldalækkunum sem tilgreindar eru í fjármálaáætlun er nú búið að útfæra niður á einstaka gjaldaliði níu milljarða króna afkomubætandi ráðstafanir sem gert var ráð fyrir í áætluninni. Samanlagt skila þessar breytingar um 29 milljarða króna lækkun útgjalda á næsta ári samanborið við fyrri áætlanir. Verður þetta að hluta nýtt til forgangsröðunar nýrra og brýnna verkefna. Á meðal þeirra verkefna sem eru nefnd sérstaklega eru nýtt örorkukerfi sem tekur gildi í september 2025 og á að bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega og hækkun frítekjumarks ellilífeyris í byrjun ársins. Í samgöngum á að leggja 6,4 milljarða króna til uppbyggingar innviða á höfuðborgarsvæðinu og auka á framlög til heilbrigðismála um 10,4 milljarða króna. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti breytist mest Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Með hröðum orkuskiptum í samgöngum og sífellt sparneytnari bílvélum hafa tekjur af ökutækjum og eldsneyti fallið töluvert. Til að bregðast við þeirri þróun hefur verið ákveðið að taka upp kílómetragjald vegna notkunar bifreiða en samhliða verða eldri gjöld felld niður, það er að segja vörugjöld af bensíni og olíugjald af dísilolíu. Jafnframt verður kolefnisgjald hækkað til að viðhalda hvötum til orkuskipta. Fyrsta skrefið í þessari kerfisbreytingu var tekið í byrjun árs 2024 með upptöku kílómetragjalds á notkun rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbifreiða. Annað skrefið verður stigið í byrjun árs 2025 og felst í því að kílómetragjald verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. „Með þessum breytingum er ekki aðeins skotið styrkari stoðum undir tekjuöflun ríkisins heldur einnig komið á skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi þar sem þeir borga sem nota vegakerfið en þó að teknu tilliti til áhrifa af þyngd ökutækja á vegslit,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið. Vegna fyrirhugaðrar kerfisbreytingar á gjaldtöku af notkun ökutækja munu bensín- og olíugjöld falla niður. Önnur krónutölugjöld hækka um 2,5%, í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga og í takt við verðbólgumarkmið þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent