Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 11:38 Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin til Orkuveitunnar. Orkuveitan Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar einingar, stafrænnar stefnumiðaðrar umbreytingar hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að stafræn stefnumiðuð umbreyting sé ný eining innan Orkuveitunnar, sem miði að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin muni samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin muni einnig leggja grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin sé hluti af sviðinu mannauður og tækni. Starfaði lengi hjá Íslandsbanka Kristrún Lilja sé tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hafi einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hafi víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, hafi hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Á ferli sínum hjá Íslandsbanka hafi hún gengt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna. Stolt og ánægð „Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Ellen Ýri Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. „Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ er haft eftir Kristrúnu Lilju. Vistaskipti Reykjavík Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að stafræn stefnumiðuð umbreyting sé ný eining innan Orkuveitunnar, sem miði að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin muni samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin muni einnig leggja grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin sé hluti af sviðinu mannauður og tækni. Starfaði lengi hjá Íslandsbanka Kristrún Lilja sé tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hafi einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hafi víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, hafi hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Á ferli sínum hjá Íslandsbanka hafi hún gengt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna. Stolt og ánægð „Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Ellen Ýri Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. „Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ er haft eftir Kristrúnu Lilju.
Vistaskipti Reykjavík Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira