„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 22:08 Frambjóðendurnir mætast í Pennsylvaníuríki á þriðjudagskvöld. AP Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51