Handbolti

Strákarnir hans Guð­jóns Vals byrja tíma­bilið vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson gerði frábæra hluti með Gummersbach liðið í fyrra og er að byrja þennan vetur líka vel.
Guðjón Valur Sigurðsson gerði frábæra hluti með Gummersbach liðið í fyrra og er að byrja þennan vetur líka vel. Getty/Tom Weller

Íslendingaliðin Gummersbach og MT Melsungen fögnuðu bæði sigri í fyrstu umferð þýsku bundesligunnar í handbolta í kvöld.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu þá sex marka sigur á Hannover-Burgdorf á útivelli, 33-27. Það var jafnt í hálfleik, 15-15, en Gummersbach var sterkari í seinni hálfleiknum.

Tímabilið var þó byrjað því Gummersbach vann risasigur í Evrópukeppninni um síðustu helgi.

Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið því mjög vel.

Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson spiluðu báðir með Gummersbach í kvöld.

Elliði skoraði þrjú mörk en Teitur skoraði eitt. Teitur átti líka fjórar stoðsendingar á liðfélaga sína. Milos Vujovic var markahæstur með átta mörk.

Arnar Freyr Arnarsson spilaði í átta marka útisigri MT Melsungen á Lemgo, 28-20, en Elvar Örn Jónsson er að koma til baka eftir meiðsli og var ekki með í kvöld. Arnar komst ekki á blað og liðið saknaði ekki Elvars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×