Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 07:50 Silja Bára sagði að menn ættu ekki endilega að taka Trump bókstaflega en alvarlega. „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira