Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 15:09 Bryndís Klara með fallegan blómakrans við fermingarmyndatöku í ágúst 2021. Kristin Vald Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. Þetta kemur fram í færslu Lindakirkju á Facebook sem birt er með leyfi fjölskyldu og vinkvenna Bryndísar Klöru sem vitnað er til í færslunni. Einstök stóra systir Á minningarstund sem haldin var í kirkjunni á sunnudaginn fyrir nánasta fólk Bryndísar komu foreldrar hennar þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem þangað væru saman komnir yrðu ómetanlegir riddarar, í minningu Bryndísar, til að bæta heiminn og gera kærleikann að eina vopninu. „Engin orð fá lýst þeirri sorg sem fjölskylda og ástvinir elsku Bryndísar Klöru, sem stungin var til bana á menningarnótt, eru að upplifa þessa dagana og hversu langur og dimmur dalur er fram undan í lífi svo margra. Öryggiskennd okkar allra hefur skaðast,“ segir í færslu Lindakirkju þar sem Bryndís fermdist vorið 2021. „Bryndís [] hafði hlýja nærveru, björt og falleg augu og var einstök stóra systir og fyrirmynd fyrir Vigdísi níu ára systur sína. Hún var augasteinn foreldra sinna, ömmu og afabarn af bestu gerð, góð vinkona, sönn og heil.“ Með færslu Lindakirkju má sjá mynd frá feðginahelgi í Vatnaskógi vorið 2020 sem lýsir Bryndísi Klöru vel. Að passa upp á að litla systir hennar kæmist fyrst upp úr bátnum og svo draga bátinn að bryggju til að faðir hennar kæmist öruggur frá borði. Bryndís hjálpar föður sínum frá borði eftir að hafa gætt að öryggi litlu systur sinnar.Lindakirkja „Þannig á lífið að virka, að við gætum hvort að öðru og tryggjum að allir komist öruggir í höfn. Við erum kölluð til þess að skapa þannig samfélag.“ Harmi slegin Starfsfólk Lindakirkju sé harmi slegið eins og öll þjóðin. „Við vildum að það væru til töfraorð sem hugga og geta breytt stöðunni en þau eru engin til, þetta er óbærilegt og verður það áfram. Kirkjan á heldur ekki að þykjast vera töframaður, fremur að vera eins og ljósmóðir. Ljósmóðir sem stendur traustum fótum og heldur í höndina þegar hríðar og þjáning gengur yfir og segir uppörvandi: Þú getur þetta, ég er hér með þér, og þú munt komast í gegnum þetta. Við erum ekki ein á ferð, Guð grætur með okkur, huggar og styrkir. Við ætlum að gera allt sem við getum til að halda utan um þau sem syrgja svo sárt.“ Prestar Lindakirkju hafi sett í forgang að aðstoða foreldra og fjölskyldu, vinkonur og skólafélaga undanfarna viku. Vegna stærðar verkefnisins hafi prestar og djáknar úr öðrum sóknum verið kölluð til og verkefnum útdeilt. „Til að grípa skólafélaga og vini Bryndísar Klöru var haldin var minningarstund í Lindakirkju á sunnudaginn í samvinnu við Versló og Salaskóla. Óskar Einarsson tónlistarstjórinn okkar lék ljúfa tóna og Katrín Valdís Hjartardóttir söng. Ásta Ágústdóttir djákni og formaður áfallaráðs Kópavogsbæjar fór yfir tilfinningar og viðbrögð huga og líkama í áföllum. Prestar Lindakirkju stýrðu stundinni og skólastjórnendur Versló fluttu ávarp til nemenda sinna. Fulltrúar Kópavogsbæjar, velferðarsviðs, sálfræðingar og rauði krossinn voru til staðar.“ Æskuvinkonur í bleiku með mikilvæg skilaboð Mikilvægustu skilaboðin hafi þó komið frá foreldrum Bryndísar sem og æskuvinkonum hennar úr Salaskóla. Þær mættu í bleiku, uppáhaldslitnum hennar, og lásu þessi orð sem þær skrifuðu: Bryndís Klara fermdist í Lindakirkju árið 2021. Vinkonur hennar fjölmenntu í minningarstund á sama stað á sunnudag og minntust einstakrar stúlku.Kristin Vald „Við viljum byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að koma til að sýna stuðning og minnast Bryndísar. Fyrir þá sem þekkja okkur ekki þá erum við æskuvinkonur Bryndísar. Flestir þekktu Bryndísi sem frekar feimna og kyrrláta stelpu. Hún kaus að vera ekki miðpunktur athyglinnar og leið alltaf best með sínum nánustu. Við sem vorum bestu vinkonur hennar þekktum hana sem algjöra andstæðu. Þegar við hugsum um Bryndísi er það fyrsta sem okkur dettur í hug hvað hún var hress, skemmtileg, brosmild og góð manneskja en aðallega hvað hún var ótrúlega fyndin. Bryndís fékk rugluðustu hugmyndir í heimi, eitthvað sem engum öðrum myndi detta í hug eins og t.d. þegar hún mætti í afmæli búin að maka hveiti og matarlit framan í sig, þegar henni tókst að festa páfagaukinn sinn í ljósakrónu og þegar hún skrapaði af sér hálft andlitið í aparólunni í Salaskóla af því henni fannst það svo rosalega sniðugt að fara í hana á hvolfi,“ segja æskuvinkonurnar. Bryndís hafi verið mjög ástríðufull. „Þegar hún fann sér eitthvað sem hún elskaði þá ELSKAÐI hún það. Hvort sem það voru fjölskylda hennar og vinir eða eitthvað annað. Hún setti alltaf alla aðra í fyrsta sæti og var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún var ótrúlega traust og góð vinkona og hún lífgaði alltaf upp á daginn með fallega brosinu sínu og sætu spékoppunum sínum. Við munum aldrei gleyma öllum stundunum sem við hlógum og skemmtum okkur oft langt fram á nótt. Elsku Bryndís okkar sem kvaddi þennan heim alltof snemma, það er svo mikið sem hún mun ekki fá að upplifa. Það er svo óraunverulegt að standa hér vitandi að það sé ekki hægt að tala við hana á morgun og segja henni frá öllu sem er að gerast í lífinu,“ segja æskuvinkonurnar. Verði til átaks í málefnum barna og unglinga Þó missir allra sé mikill sé missir foreldranna mestur. Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum slíka raun og heldur ekki systkini. Litla systir Bryndísar hafi misst bestu stóru systur í heimi. „Ekkert okkar skilur sorgina þeirra allra og hugur okkar er stöðugt hjá þeim.“ Frá minningarstundinni í Lindakirkju síðastliðinn sunnudag.Lindakirkja Þessi hræðilegi atburður hafi haft áhrif á alla. „Bryndís er hetja og mun bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni. Við þurfum öll að passa upp á að dauði Bryndísar verði til þess að það verði gert átak í málefnum barna og unglinga til þess að eitthvað þessu líkt gerist aldrei aftur. Verum góð hvert við annað og hjálpumst að að gera heiminn að stað sem leyfir þessu ekki að gerast.“ Tíminn með elsku Bryndísi hafi verið ómetanlega dýrmætur og vinkonurnar muni aldrei gleyma henni. „Við erum að eilífu þakklátar fyrir að hafa átt Bryndísi sem vinkonu og okkur þykir endalaust vænt um allar minningarnar sem við eigum saman. Það hefur ekki sekúnda liðið þar sem við hugsum ekki til þín en þótt þú sért farin munum við aldrei gleyma þér og þú munt alltaf lifa í hjarta okkar. Orð geta ekki lýst hversu mikið þín verður saknað. Guð mun taka vel á móti þér uppi í himnaríki. Hvíldu í friði elsku Bryndís.“ Þá deilir Lindakirkja á Facebook einstökum skilaboðum frá foreldrum Bryndísar sem voru lokaorð minningarstundarinnar á sunnudag: „Okkur Iðunni þykir svo vænt um ykkur öll sem komið hér saman í dag, hlýhuginn og ástina til Bryndísar Klöru. Þið munuð verða ómetanleg sem riddarar, í minningu Bryndísar okkar, til að bæta heiminn og gera kærleikann að eina vopninu,“ sagði í skilaboðum Birgis föður Bryndísar Klöru. Færslu Lindakirkju í heild má sjá að neðan. Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Lindakirkju á Facebook sem birt er með leyfi fjölskyldu og vinkvenna Bryndísar Klöru sem vitnað er til í færslunni. Einstök stóra systir Á minningarstund sem haldin var í kirkjunni á sunnudaginn fyrir nánasta fólk Bryndísar komu foreldrar hennar þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem þangað væru saman komnir yrðu ómetanlegir riddarar, í minningu Bryndísar, til að bæta heiminn og gera kærleikann að eina vopninu. „Engin orð fá lýst þeirri sorg sem fjölskylda og ástvinir elsku Bryndísar Klöru, sem stungin var til bana á menningarnótt, eru að upplifa þessa dagana og hversu langur og dimmur dalur er fram undan í lífi svo margra. Öryggiskennd okkar allra hefur skaðast,“ segir í færslu Lindakirkju þar sem Bryndís fermdist vorið 2021. „Bryndís [] hafði hlýja nærveru, björt og falleg augu og var einstök stóra systir og fyrirmynd fyrir Vigdísi níu ára systur sína. Hún var augasteinn foreldra sinna, ömmu og afabarn af bestu gerð, góð vinkona, sönn og heil.“ Með færslu Lindakirkju má sjá mynd frá feðginahelgi í Vatnaskógi vorið 2020 sem lýsir Bryndísi Klöru vel. Að passa upp á að litla systir hennar kæmist fyrst upp úr bátnum og svo draga bátinn að bryggju til að faðir hennar kæmist öruggur frá borði. Bryndís hjálpar föður sínum frá borði eftir að hafa gætt að öryggi litlu systur sinnar.Lindakirkja „Þannig á lífið að virka, að við gætum hvort að öðru og tryggjum að allir komist öruggir í höfn. Við erum kölluð til þess að skapa þannig samfélag.“ Harmi slegin Starfsfólk Lindakirkju sé harmi slegið eins og öll þjóðin. „Við vildum að það væru til töfraorð sem hugga og geta breytt stöðunni en þau eru engin til, þetta er óbærilegt og verður það áfram. Kirkjan á heldur ekki að þykjast vera töframaður, fremur að vera eins og ljósmóðir. Ljósmóðir sem stendur traustum fótum og heldur í höndina þegar hríðar og þjáning gengur yfir og segir uppörvandi: Þú getur þetta, ég er hér með þér, og þú munt komast í gegnum þetta. Við erum ekki ein á ferð, Guð grætur með okkur, huggar og styrkir. Við ætlum að gera allt sem við getum til að halda utan um þau sem syrgja svo sárt.“ Prestar Lindakirkju hafi sett í forgang að aðstoða foreldra og fjölskyldu, vinkonur og skólafélaga undanfarna viku. Vegna stærðar verkefnisins hafi prestar og djáknar úr öðrum sóknum verið kölluð til og verkefnum útdeilt. „Til að grípa skólafélaga og vini Bryndísar Klöru var haldin var minningarstund í Lindakirkju á sunnudaginn í samvinnu við Versló og Salaskóla. Óskar Einarsson tónlistarstjórinn okkar lék ljúfa tóna og Katrín Valdís Hjartardóttir söng. Ásta Ágústdóttir djákni og formaður áfallaráðs Kópavogsbæjar fór yfir tilfinningar og viðbrögð huga og líkama í áföllum. Prestar Lindakirkju stýrðu stundinni og skólastjórnendur Versló fluttu ávarp til nemenda sinna. Fulltrúar Kópavogsbæjar, velferðarsviðs, sálfræðingar og rauði krossinn voru til staðar.“ Æskuvinkonur í bleiku með mikilvæg skilaboð Mikilvægustu skilaboðin hafi þó komið frá foreldrum Bryndísar sem og æskuvinkonum hennar úr Salaskóla. Þær mættu í bleiku, uppáhaldslitnum hennar, og lásu þessi orð sem þær skrifuðu: Bryndís Klara fermdist í Lindakirkju árið 2021. Vinkonur hennar fjölmenntu í minningarstund á sama stað á sunnudag og minntust einstakrar stúlku.Kristin Vald „Við viljum byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að koma til að sýna stuðning og minnast Bryndísar. Fyrir þá sem þekkja okkur ekki þá erum við æskuvinkonur Bryndísar. Flestir þekktu Bryndísi sem frekar feimna og kyrrláta stelpu. Hún kaus að vera ekki miðpunktur athyglinnar og leið alltaf best með sínum nánustu. Við sem vorum bestu vinkonur hennar þekktum hana sem algjöra andstæðu. Þegar við hugsum um Bryndísi er það fyrsta sem okkur dettur í hug hvað hún var hress, skemmtileg, brosmild og góð manneskja en aðallega hvað hún var ótrúlega fyndin. Bryndís fékk rugluðustu hugmyndir í heimi, eitthvað sem engum öðrum myndi detta í hug eins og t.d. þegar hún mætti í afmæli búin að maka hveiti og matarlit framan í sig, þegar henni tókst að festa páfagaukinn sinn í ljósakrónu og þegar hún skrapaði af sér hálft andlitið í aparólunni í Salaskóla af því henni fannst það svo rosalega sniðugt að fara í hana á hvolfi,“ segja æskuvinkonurnar. Bryndís hafi verið mjög ástríðufull. „Þegar hún fann sér eitthvað sem hún elskaði þá ELSKAÐI hún það. Hvort sem það voru fjölskylda hennar og vinir eða eitthvað annað. Hún setti alltaf alla aðra í fyrsta sæti og var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún var ótrúlega traust og góð vinkona og hún lífgaði alltaf upp á daginn með fallega brosinu sínu og sætu spékoppunum sínum. Við munum aldrei gleyma öllum stundunum sem við hlógum og skemmtum okkur oft langt fram á nótt. Elsku Bryndís okkar sem kvaddi þennan heim alltof snemma, það er svo mikið sem hún mun ekki fá að upplifa. Það er svo óraunverulegt að standa hér vitandi að það sé ekki hægt að tala við hana á morgun og segja henni frá öllu sem er að gerast í lífinu,“ segja æskuvinkonurnar. Verði til átaks í málefnum barna og unglinga Þó missir allra sé mikill sé missir foreldranna mestur. Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum slíka raun og heldur ekki systkini. Litla systir Bryndísar hafi misst bestu stóru systur í heimi. „Ekkert okkar skilur sorgina þeirra allra og hugur okkar er stöðugt hjá þeim.“ Frá minningarstundinni í Lindakirkju síðastliðinn sunnudag.Lindakirkja Þessi hræðilegi atburður hafi haft áhrif á alla. „Bryndís er hetja og mun bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni. Við þurfum öll að passa upp á að dauði Bryndísar verði til þess að það verði gert átak í málefnum barna og unglinga til þess að eitthvað þessu líkt gerist aldrei aftur. Verum góð hvert við annað og hjálpumst að að gera heiminn að stað sem leyfir þessu ekki að gerast.“ Tíminn með elsku Bryndísi hafi verið ómetanlega dýrmætur og vinkonurnar muni aldrei gleyma henni. „Við erum að eilífu þakklátar fyrir að hafa átt Bryndísi sem vinkonu og okkur þykir endalaust vænt um allar minningarnar sem við eigum saman. Það hefur ekki sekúnda liðið þar sem við hugsum ekki til þín en þótt þú sért farin munum við aldrei gleyma þér og þú munt alltaf lifa í hjarta okkar. Orð geta ekki lýst hversu mikið þín verður saknað. Guð mun taka vel á móti þér uppi í himnaríki. Hvíldu í friði elsku Bryndís.“ Þá deilir Lindakirkja á Facebook einstökum skilaboðum frá foreldrum Bryndísar sem voru lokaorð minningarstundarinnar á sunnudag: „Okkur Iðunni þykir svo vænt um ykkur öll sem komið hér saman í dag, hlýhuginn og ástina til Bryndísar Klöru. Þið munuð verða ómetanleg sem riddarar, í minningu Bryndísar okkar, til að bæta heiminn og gera kærleikann að eina vopninu,“ sagði í skilaboðum Birgis föður Bryndísar Klöru. Færslu Lindakirkju í heild má sjá að neðan.
Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira