Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2024 19:53 Silja sagði utanríkismálin hafa meiri vigt en oft áður og að afstaða manna hvað þau varðaði gæti raunar skipta sköpum. „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um. Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um.
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira