Var mörgum sinnum við það að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 22:03 Það vill enginn hjá Barcelona lengur losna við Raphinha enda er að hann að spila frábærlega í upphafi tímabilsins. Getty/Lionel Hahn Barcelona framherjinn Raphinha er einn af spútnikleikmönnum tímabilsins til þessa enda hefur hann farið á kostum í fyrstu leikjum leiktíðarinnar á Spáni. Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum. Spænski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira