Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 13:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundaði með ráðherrum ríkisstjórnar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent