Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2024 09:35 Donald Trump og Elon Musk. EPA Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. Hópurinn myndi einnig, samkvæmt frétt Washington Post, leita leiða til að fækka lögum og reglugerðum en verkefnið á að svipa til viðleitni Ronald Reagan og Tom Coburn, öldungadeildarþingmanns frá Oklahoma, sem birtu árlega skýrslu um meinta ofeyðslu ríkisins. Heimildarmenn miðilsins segja að Fred Smith, sem stýrði áður fyrirtækinu FedEx, og Robert Nardelli, fyrrverandi forstjóri Home Depot, hafi einnig verið nefndir í tengslum við þennan starfshóp. Trump sagði í síðustu viku að Musk gæti ekki verið aðili að ríkisstjórn hans, vegna umsvifa hans í viðskiptalífinu, en sagði að auðjöfurinn gæti hjálpað sem ráðgjafi alríkisstjórnarinnar. Musk hefur gert ljóst opinberlega að hann hefur áhuga á verkefninu en hann gæti þó grætt töluvert á því að skera niður hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum sem eiga að hafa það hlutverk að vakta fyrirtæki eins og þau sem hann rekur og má þar bæði nefna Tesla og SpaceX, auk annarra. Auðjöfurinn hefur lýst yfir stuðningi við Trump og styður hann fjárhagslega í baráttunni fyrir kosningarnar í nóvember.Musk festi færsluna hér að neðan efst á X-síðu sinni í morgun, þar sem hann segir að sigur Trump í kosningunum sé nauðsynlegur. A Trump victory is essential to defense of freedom of speech, secure borders, safe cities and sensible spending! https://t.co/2fnZDi6VO3— Elon Musk (@elonmusk) September 3, 2024 Hann hefur áður slegið á svipaða strengi á samféalgsmiðli sínum og tók nýverið viðtal við Trump á X. Þar gaf Musk kost á sér í svipaðan starfshóp og Trump er nú sagður íhuga að stofna. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump þá. Sjá einnig: Fóru um víðan völl í samtali á X Fyrir um fjórum árum síðan studdi Musk Joe Biden gegn Trump. Í forsetatíð Bidens hefur ríkisstjórn hans þó hafið nokkrar rannsóknir á fyrirtækjum auðjöfursins og gripið til aðgerða til stuðnings verkalýðsfélaga, sem Musk er andstæður. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlit hafa Tesla til rannsóknar vegna yfirlýsinga og auglýsinga um tækni sem hjálpa á við að stýra bílum fyrirtækisins. Gripið hefur verið til aðgerða vegna þessara yfirlýsinga og hafa yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að Tesla gerir ekki nóg til að tryggja að ökumenn fylgist með akstrinum þegar kveikt er á hinni svokölluðu sjálfstýringu. Aðrar stofnanir hafa einnig X og SpaceX til rannsóknar. Þá hefur Musk, samkvæmt frétt WP, kallað eftir því að ívilnanir til framleiðenda rafmagnsbíla verði felldar niður. Hann segir að slíkt myndi koma niður á starfsemi Tesla með smávægilegum hætti en myndi hafa verulega slæm áhrif á samkeppnisaðila hans í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump SpaceX Tesla X (Twitter) Elon Musk Tengdar fréttir Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. 30. ágúst 2024 23:13 Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. 29. ágúst 2024 19:29 Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 27. ágúst 2024 22:09 Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. 23. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Hópurinn myndi einnig, samkvæmt frétt Washington Post, leita leiða til að fækka lögum og reglugerðum en verkefnið á að svipa til viðleitni Ronald Reagan og Tom Coburn, öldungadeildarþingmanns frá Oklahoma, sem birtu árlega skýrslu um meinta ofeyðslu ríkisins. Heimildarmenn miðilsins segja að Fred Smith, sem stýrði áður fyrirtækinu FedEx, og Robert Nardelli, fyrrverandi forstjóri Home Depot, hafi einnig verið nefndir í tengslum við þennan starfshóp. Trump sagði í síðustu viku að Musk gæti ekki verið aðili að ríkisstjórn hans, vegna umsvifa hans í viðskiptalífinu, en sagði að auðjöfurinn gæti hjálpað sem ráðgjafi alríkisstjórnarinnar. Musk hefur gert ljóst opinberlega að hann hefur áhuga á verkefninu en hann gæti þó grætt töluvert á því að skera niður hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum sem eiga að hafa það hlutverk að vakta fyrirtæki eins og þau sem hann rekur og má þar bæði nefna Tesla og SpaceX, auk annarra. Auðjöfurinn hefur lýst yfir stuðningi við Trump og styður hann fjárhagslega í baráttunni fyrir kosningarnar í nóvember.Musk festi færsluna hér að neðan efst á X-síðu sinni í morgun, þar sem hann segir að sigur Trump í kosningunum sé nauðsynlegur. A Trump victory is essential to defense of freedom of speech, secure borders, safe cities and sensible spending! https://t.co/2fnZDi6VO3— Elon Musk (@elonmusk) September 3, 2024 Hann hefur áður slegið á svipaða strengi á samféalgsmiðli sínum og tók nýverið viðtal við Trump á X. Þar gaf Musk kost á sér í svipaðan starfshóp og Trump er nú sagður íhuga að stofna. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump þá. Sjá einnig: Fóru um víðan völl í samtali á X Fyrir um fjórum árum síðan studdi Musk Joe Biden gegn Trump. Í forsetatíð Bidens hefur ríkisstjórn hans þó hafið nokkrar rannsóknir á fyrirtækjum auðjöfursins og gripið til aðgerða til stuðnings verkalýðsfélaga, sem Musk er andstæður. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlit hafa Tesla til rannsóknar vegna yfirlýsinga og auglýsinga um tækni sem hjálpa á við að stýra bílum fyrirtækisins. Gripið hefur verið til aðgerða vegna þessara yfirlýsinga og hafa yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að Tesla gerir ekki nóg til að tryggja að ökumenn fylgist með akstrinum þegar kveikt er á hinni svokölluðu sjálfstýringu. Aðrar stofnanir hafa einnig X og SpaceX til rannsóknar. Þá hefur Musk, samkvæmt frétt WP, kallað eftir því að ívilnanir til framleiðenda rafmagnsbíla verði felldar niður. Hann segir að slíkt myndi koma niður á starfsemi Tesla með smávægilegum hætti en myndi hafa verulega slæm áhrif á samkeppnisaðila hans í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump SpaceX Tesla X (Twitter) Elon Musk Tengdar fréttir Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. 30. ágúst 2024 23:13 Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. 29. ágúst 2024 19:29 Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 27. ágúst 2024 22:09 Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. 23. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. 30. ágúst 2024 23:13
Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. 29. ágúst 2024 19:29
Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 27. ágúst 2024 22:09
Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. 23. ágúst 2024 19:17