Viðskipti innlent

Gengi Play tók dýfu

Árni Sæberg skrifar
Magnús Harðarsson, forstjóri Nasdaq Ísland, og Einar Örn Ólafsson forstjóri Play.
Magnús Harðarsson, forstjóri Nasdaq Ísland, og Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. Mynd/Kauphöll Íslands

Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári.

Gengið hefur nú lækkað um 86,21 prósent á síðustu tólf mánuðum og um 93,05 prósent frá skráningu á First North-markaðinn en félagið var á dögunum tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Önnur félög sem leiddu lækkanir á heldur döprum degi í Kauphöllinni voru Amaroq, sem lækkaði um 4,09 prósent, Hampiðjan, sem lækkaði um 3,28 prósent og Sýn, sem lækkaði um 3,27 prósent.

Hástökkvari dagsins ef svo má kalla var Arion banki, sem hækkaði um 1,08 prósent. Þá hækkaði Iceland seafood international um 0,81 prósent og Oculis um 0.6 prósent. Önnur félög ýmist lækkuðu eða stóðu í stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×