Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2024 16:01 Bjarnar Þór Jónsson stendur fyrir undirskriftasöfnun sem fjallar um rétt dyravarða til að nota handjárn við störf sín. Facebook/Getty Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. „Okkur dyravörðum finnst vera löngu kominn tími til þess að breyta lögum og að við megum nota annað hvort beisli eða handjárn, það er orðið svo mikið af ofbeldi niðri í bæ. Skilyrðin yrðu þá að þú þyrftir að fara á námsskeið hjá lögreglu og ef þú þyrftir að nota handjárnin þá yrðir þú að gefa skýrslu til lögreglu um af hverju þú þurftir að nota þau. Síðan eru allir dyraverðir sem eru með réttindi með dyravarðanúmer og þá yrðu handjárnin merkt á einstaklinginn,“ segir dyravörðurinn Bjarnar Þór Jónsson sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa ríflega sextíu manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina sem hleypt var af stokkunum í dag. Í 30. grein vopnalaga segir um handjárn að „öðrum en lögreglu er óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. [Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.]” Flestir dyraverðir í stunguvesti Bjarnar vill meina að öryggisumhverfið í Reykjavík hafi farið versnandi á undanförnum árum sem kalli á breytingar. „Borgin er náttúrlega orðin allt önnur en hún var hérna fyrir fimm, sex árum síðan. Það eru flest allir dyraverðir byrjaðir að ganga í hnífastunguvesti fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki staðalbúnaður, en flest allir dyraverðir eru byrjaðir að ganga í því,“ segir Bjarnar, en sjálfur hefur hann starfað við dyravörslu í um átta ár og rekur öryggisfyrirtækið Luxury ehf. „Á seinasta hálfa ári var bæði reynt að stinga mig og ráðast á okkur með exi. Ég hef aldrei áður lent í því að einhver reyni að ráðast á mig með hníf eða exi. Við erum nokkrir dyraverðir niðri í bæ og okkur finnst að það sé löngu kominn tími á að þetta breytist,“ segir Bjarnar sem vill meina að það tíðkist erlendis að dyraverðir beri handjárn, meðal annars á Norðurlöndum. Segir sumum treystandi en öðrum ekki En handjárn eru auðvitað valdbeitingartæki, er sjálfsagt að aðrir en lögregla fái að beita slíku? „Mér finnst það já, en mér finnst líka að löggan eigi að hafa eftirlit með því. Hverjir eru að nota þetta og líka að þau þurfi að biðja um skýrslu hjá viðkomandi um af hverju við þurftum að nota þetta. Það er pottþétt hellingur af dyravörðum sem ætti alls ekki að hafa þetta, en síðan er líka hellingur af dyravörðum er alveg hundrað prósent treystandi að vera með þetta,“ svarar Bjarnar. Hann segir tilganginn með undirskriftasöfnuninni fyrst og fremst vera að kanna viðhorf almennings til þess að dyraverðir fái að nota handjárn, með það fyrir augum að afhenda listann til lögreglu eða Alþingis í framhaldinu. „Það eru alveg nokkrir búnir að skrifa undir en síðan hafa líka nokkrir komið með leiðindakomment. Sem er kannski alveg skiljanlegt,“ segir Bjarnar. Hann setur það í samhengi við að margir hafi haft uppi gagnrýni þegar umræða var uppi um hvort lögregla ætti að bera rafbyssur. Nú sé það engu að síður orðið að veruleika. Reykjavík Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Okkur dyravörðum finnst vera löngu kominn tími til þess að breyta lögum og að við megum nota annað hvort beisli eða handjárn, það er orðið svo mikið af ofbeldi niðri í bæ. Skilyrðin yrðu þá að þú þyrftir að fara á námsskeið hjá lögreglu og ef þú þyrftir að nota handjárnin þá yrðir þú að gefa skýrslu til lögreglu um af hverju þú þurftir að nota þau. Síðan eru allir dyraverðir sem eru með réttindi með dyravarðanúmer og þá yrðu handjárnin merkt á einstaklinginn,“ segir dyravörðurinn Bjarnar Þór Jónsson sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa ríflega sextíu manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina sem hleypt var af stokkunum í dag. Í 30. grein vopnalaga segir um handjárn að „öðrum en lögreglu er óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. [Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.]” Flestir dyraverðir í stunguvesti Bjarnar vill meina að öryggisumhverfið í Reykjavík hafi farið versnandi á undanförnum árum sem kalli á breytingar. „Borgin er náttúrlega orðin allt önnur en hún var hérna fyrir fimm, sex árum síðan. Það eru flest allir dyraverðir byrjaðir að ganga í hnífastunguvesti fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki staðalbúnaður, en flest allir dyraverðir eru byrjaðir að ganga í því,“ segir Bjarnar, en sjálfur hefur hann starfað við dyravörslu í um átta ár og rekur öryggisfyrirtækið Luxury ehf. „Á seinasta hálfa ári var bæði reynt að stinga mig og ráðast á okkur með exi. Ég hef aldrei áður lent í því að einhver reyni að ráðast á mig með hníf eða exi. Við erum nokkrir dyraverðir niðri í bæ og okkur finnst að það sé löngu kominn tími á að þetta breytist,“ segir Bjarnar sem vill meina að það tíðkist erlendis að dyraverðir beri handjárn, meðal annars á Norðurlöndum. Segir sumum treystandi en öðrum ekki En handjárn eru auðvitað valdbeitingartæki, er sjálfsagt að aðrir en lögregla fái að beita slíku? „Mér finnst það já, en mér finnst líka að löggan eigi að hafa eftirlit með því. Hverjir eru að nota þetta og líka að þau þurfi að biðja um skýrslu hjá viðkomandi um af hverju við þurftum að nota þetta. Það er pottþétt hellingur af dyravörðum sem ætti alls ekki að hafa þetta, en síðan er líka hellingur af dyravörðum er alveg hundrað prósent treystandi að vera með þetta,“ svarar Bjarnar. Hann segir tilganginn með undirskriftasöfnuninni fyrst og fremst vera að kanna viðhorf almennings til þess að dyraverðir fái að nota handjárn, með það fyrir augum að afhenda listann til lögreglu eða Alþingis í framhaldinu. „Það eru alveg nokkrir búnir að skrifa undir en síðan hafa líka nokkrir komið með leiðindakomment. Sem er kannski alveg skiljanlegt,“ segir Bjarnar. Hann setur það í samhengi við að margir hafi haft uppi gagnrýni þegar umræða var uppi um hvort lögregla ætti að bera rafbyssur. Nú sé það engu að síður orðið að veruleika.
Reykjavík Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent