Ég neita að pissa standandi Inga Sæland skrifar 2. september 2024 07:00 Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun