Lífið

„Við eigum að tala um sjálfs­víg“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá Gulum september á Bessastöðum fyrir ári.
Frá Gulum september á Bessastöðum fyrir ári. aðsend

Sjálsvígsforvarnarverkefnið Gulur september hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá. Verkefnastjóri segir miklu máli skipta að skilaboðin um sjálfsvíg og geðrækt séu á jákvæðum nótum.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þetta er annað árið sem vitundarvakningin er haldin.

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis.

„Boðskapur Guls september er að við eigum að tala saman, tala saman ef okkur líður illa. Samtalið er alltaf byrjunin,“ segir Guðrún Jóna.

Willum heilbrigðisráðherra ásamt Guðrúnu Jónu.aðsend

„Það er svo mikilvægt að skilaboðin í gulum september séu ekki döpur. Þau eiga að vera gul og glöð að því leyti að við viljum leggja áherslu á það sem við getum gert til að láta okkur líða betur.“

Dagskráin sem hefst í dag eigi einnig að endurspegla það. Forseti Íslands, borgarstjóri og heilbrigðisráðherra opna vitundavakninguna í Ráðhúsinu í dag. 

Dagskrá má nálgast hér.

Guðrún segir að umræðan hafi aukist og opnast á undanförnum árum.

„Okkur hefur verið kennt að það að tala um sjálfsvíg geti mögulega hrundið af stað sjálfsvígum. Í dag vitum við að það er ekki rétt. Við eigum að tala um sjálfsvíg, við eigum að tala um harmleikinn sem því fylgir að upplifa sálarangist,“ segir Guðrún Jóna sem hefur skýrar leiðbeiningar til þeirra sem ætla að taka þátt.

„Klæðast gulu, skreyta með gulu, borða eitthvað gult. Það eina sem við viljum ekki sjá eru gular viðvaranir.“

Fólkið sem stendur að baki vitundavakningunni.aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.