„Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 10:29 Eyþór segir að taka þurfi á hnífaburði ungmenna eins og um sé að ræða lýðheilsumál. Vísir/Arnar Öryggis- og löggæslufræðingur segir vafasamt ætli lögregla að fara að leita á ungmennum til að koma í veg fyrir hnífaburð. Það leiði líklega til þess að spjótum verði beint að börnum innflytjenda og fólki af erlendum uppruna. Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13
Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02