Hvítþvottur veðmálastarfseminnar Sigurður Kjartansson skrifar 31. ágúst 2024 08:30 Það hefur færst gríðarlega í aukanna að íslenskir „áhrifavaldar“ séu að auglýsa veðmálastarfsemi hvort sem það sé á samfélagsmiðlum, hlaðvarpsþáttum eða hreinlega í sjónvarpi (sjá hér), þar sem einn vinsælasti íþróttafréttamaður landsins tísti um málið en minnist ekki einu orði á að þetta væri ekki löglegt. Það sem er undarlegast í þessu öllu er að Páll Viðar þjálfari þórs mætti með derhúfu merkta veðmálasíðu rétt rúmum mánuði eftir að leikmenn Þórs voru sakaðir um að veðja á eigin leik og kom frá sér eftirfarandi: Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl. Eftir að þessu var sjónvarpað sektaði Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, Þór um 50.000. kr. þrátt fyrir að auglýst veðmálasíðu sem er vitaskuld gegn lögum landsins. Þessi dómur þykir ansi mildur og sýnir í raun að KSÍ gerir ekkert í svona málum, þetta er keppni á þeirra vegum og þarna er verið að brjóta lög. Það er hærri sekt hjá KSÍ að tefla fram ólöglegum leikmanni heldur en að fara þvert gegn lögunum (sjá hér) Með þessu er verið að normalisera veðmál og ýta undir hættuna sem henni fylgir, rétt eins og Milt Champion framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar með Fjárhættuspilum í Maine tjáði Kevin Hart, a pitchman for DraftKings, who starred in the movie “Jumanji” normalizing sports betting for kids like my grandson, who’s now what, 11, 12 years old, he likes ‘Jumanji,’ and so when he sees Kevin Hart on the ads, he’s thinking ‘Jumanji,’ and so on, Kevin Hart says, it (betting) is good. Börnin okkar sem horfa, hlusta og lesa allt sem vellur upp úr þessum áhrifavöldum trúa því þá og þegar að veðmál séu af hinu góða þar sem fyrirmyndir þeirra eru að veðja og auglýsa veðmál. Börnin líta upp til þessara einstaklinga og vilja vera þeim lík. Þar sem hin góða og gilda ríkisstjórn okkar er ekki að fara hafa afskipti af svona málum frekar en öðrum þá er þessi grein ekki til þess að vekja athygli á lagabreytingu (eða jú ef þeim er ekki framfylgt) þar sem lögin eru vissulega til staðar, heldur að vekja athygli á þessu. Vissulega má auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi ef fyrirtækin hafa þar til gerð leyfi hins vegar er lögunum ekki framfylgt eins og þau standa en stranglega bannað er samkvæmt . b-lið, 1. mgr. 11. laga um happdræti að „af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, [óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis]“. Þá segir jafnframt í a-lið, 3. mgr. 11. gr. sömu laga að „Það varðar sektum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysií atvinnuskyni og án heimildar happdrættisleyfishafa auglýsir, kynnir, miðlar eða stuðlar að þátttöku í happdrætti sem rekið er samkvæmt lögum þessum“. Má því túlka það sem svo að sá sem miðlar þessum upplýsingum og er að fá verktakagreiðslur fyrir sé í raun og veru að gera það í atvinnuskyni. Þá er það einnig tekið skírt fram í 1. mgr. 183. gr. almennra hegningarlaga að „Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru“. Auðvitað er sönnunarbyrðin erfið og líklega ómöguleg í þessu tilfelli. Hins vegar þarf einnig að horfa á þetta frá samfélagslegu sjónarmiði og má það vel vera að „áhrifavaldar“ íslensks samfélags hugsi ekki út í þessar afleiðingar, ég meina hver les lög um happdræti sér til gamans eða fróðleiks? Það ætti hins vegar að vera heilnæm skynsemi að hafa vit á að auglýsa ekki ólöglega starfsemi, hægt er að staldra við og hugsa sig tvisvar um áður en við auglýsum veðmálastarfsemi í hlaðvörpum, samfélagsmiðlum eða í sjónvarpi. Veðmál hafa færst gríðarlega í aukanna í Bretlandi hafa en um 8.3% fullorðinna stundað veðmál sl. ár og þá hafa rannsóknir sýnt að veðmál eru mun vinsælli hjá yngri kynslóðinni en 21.9% allra ungmenna á árunum 2018 og 2019 höfðu stundað veðmál af einhverjum toga og 31.9% ungra karlmanna Árið 2023 frömdu 496 einstaklingar sjálfsmorð í Bretlandi sem beintengt var við veðmálavanda og um 80.000 börn undir 18 ára aldri eru búin að þróa með sér veðmálafíkn, Þá hafa einnig ótal rannsóknir sýnt fram á skaðsemi þeirra undanfarin ár, sjá t.d. hér og hér. Síðan að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómi þess efnis að banna og takmarka veðmálaauglýsingar hefur símtölum fjölgað um að meðaltali 45% á ári í fjárhættuhjálparlínuna the National Problem Gambling Helpline Network og voru um 270.000 árið 2021. Þá sýndi norsk rannsókn það að aukin útsetning fyrir Veðmálaauglýsingum (self-report & proxy measures) ýtir undir veðmálaþáttöku. Eins og rakið er í rannsóknunum í hlekk að ofan má sjá beintengingu á milli veðmálaauglýsinga og jákvæða ímynd þess að veðja hjá yngri kynslóðinni. Vitaskuld hefur engin rannsókn verið framkvæmd á Íslandi um áhrif þess sem „áhrifavaldar“ hafa á veðmálastarfsemi, fyrir utan þá rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason gerði um þáttöku íslendinga í veðmálum (sjá hér) en ætla má að það haldist í hendur við þessar rannsóknir raknar að ofan. Mörg Evrópu ríki hafa þegar farið í herferð gegn veðmálaauglýsingum og má þar helst nefna Tyrkland, Pólland, Holland, Belgía, Ítalía og Spánn. Þorkell Máni og formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn vöktu athygli á veðmálastarfsemi fyrr á árinu (hér) og (hér), Síðan þá hefur nákvæmlega ekkert gerst og þetta færst í aukanna sem segir sitt lítið af hverju um ráðamenn þessa lands. Ef lög þessa lands um málefni þetta er bara eitthvert skraut er um að gera að fella þau á brott, hið sama gildir um regluverk KSÍ. Vekja þarf athygli á alvarleikanum sem þetta getur haft í för með sér. Höfundur er lögfræðingur með sérhæfingu í íþróttarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það hefur færst gríðarlega í aukanna að íslenskir „áhrifavaldar“ séu að auglýsa veðmálastarfsemi hvort sem það sé á samfélagsmiðlum, hlaðvarpsþáttum eða hreinlega í sjónvarpi (sjá hér), þar sem einn vinsælasti íþróttafréttamaður landsins tísti um málið en minnist ekki einu orði á að þetta væri ekki löglegt. Það sem er undarlegast í þessu öllu er að Páll Viðar þjálfari þórs mætti með derhúfu merkta veðmálasíðu rétt rúmum mánuði eftir að leikmenn Þórs voru sakaðir um að veðja á eigin leik og kom frá sér eftirfarandi: Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl. Eftir að þessu var sjónvarpað sektaði Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, Þór um 50.000. kr. þrátt fyrir að auglýst veðmálasíðu sem er vitaskuld gegn lögum landsins. Þessi dómur þykir ansi mildur og sýnir í raun að KSÍ gerir ekkert í svona málum, þetta er keppni á þeirra vegum og þarna er verið að brjóta lög. Það er hærri sekt hjá KSÍ að tefla fram ólöglegum leikmanni heldur en að fara þvert gegn lögunum (sjá hér) Með þessu er verið að normalisera veðmál og ýta undir hættuna sem henni fylgir, rétt eins og Milt Champion framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar með Fjárhættuspilum í Maine tjáði Kevin Hart, a pitchman for DraftKings, who starred in the movie “Jumanji” normalizing sports betting for kids like my grandson, who’s now what, 11, 12 years old, he likes ‘Jumanji,’ and so when he sees Kevin Hart on the ads, he’s thinking ‘Jumanji,’ and so on, Kevin Hart says, it (betting) is good. Börnin okkar sem horfa, hlusta og lesa allt sem vellur upp úr þessum áhrifavöldum trúa því þá og þegar að veðmál séu af hinu góða þar sem fyrirmyndir þeirra eru að veðja og auglýsa veðmál. Börnin líta upp til þessara einstaklinga og vilja vera þeim lík. Þar sem hin góða og gilda ríkisstjórn okkar er ekki að fara hafa afskipti af svona málum frekar en öðrum þá er þessi grein ekki til þess að vekja athygli á lagabreytingu (eða jú ef þeim er ekki framfylgt) þar sem lögin eru vissulega til staðar, heldur að vekja athygli á þessu. Vissulega má auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi ef fyrirtækin hafa þar til gerð leyfi hins vegar er lögunum ekki framfylgt eins og þau standa en stranglega bannað er samkvæmt . b-lið, 1. mgr. 11. laga um happdræti að „af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, [óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis]“. Þá segir jafnframt í a-lið, 3. mgr. 11. gr. sömu laga að „Það varðar sektum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysií atvinnuskyni og án heimildar happdrættisleyfishafa auglýsir, kynnir, miðlar eða stuðlar að þátttöku í happdrætti sem rekið er samkvæmt lögum þessum“. Má því túlka það sem svo að sá sem miðlar þessum upplýsingum og er að fá verktakagreiðslur fyrir sé í raun og veru að gera það í atvinnuskyni. Þá er það einnig tekið skírt fram í 1. mgr. 183. gr. almennra hegningarlaga að „Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru“. Auðvitað er sönnunarbyrðin erfið og líklega ómöguleg í þessu tilfelli. Hins vegar þarf einnig að horfa á þetta frá samfélagslegu sjónarmiði og má það vel vera að „áhrifavaldar“ íslensks samfélags hugsi ekki út í þessar afleiðingar, ég meina hver les lög um happdræti sér til gamans eða fróðleiks? Það ætti hins vegar að vera heilnæm skynsemi að hafa vit á að auglýsa ekki ólöglega starfsemi, hægt er að staldra við og hugsa sig tvisvar um áður en við auglýsum veðmálastarfsemi í hlaðvörpum, samfélagsmiðlum eða í sjónvarpi. Veðmál hafa færst gríðarlega í aukanna í Bretlandi hafa en um 8.3% fullorðinna stundað veðmál sl. ár og þá hafa rannsóknir sýnt að veðmál eru mun vinsælli hjá yngri kynslóðinni en 21.9% allra ungmenna á árunum 2018 og 2019 höfðu stundað veðmál af einhverjum toga og 31.9% ungra karlmanna Árið 2023 frömdu 496 einstaklingar sjálfsmorð í Bretlandi sem beintengt var við veðmálavanda og um 80.000 börn undir 18 ára aldri eru búin að þróa með sér veðmálafíkn, Þá hafa einnig ótal rannsóknir sýnt fram á skaðsemi þeirra undanfarin ár, sjá t.d. hér og hér. Síðan að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómi þess efnis að banna og takmarka veðmálaauglýsingar hefur símtölum fjölgað um að meðaltali 45% á ári í fjárhættuhjálparlínuna the National Problem Gambling Helpline Network og voru um 270.000 árið 2021. Þá sýndi norsk rannsókn það að aukin útsetning fyrir Veðmálaauglýsingum (self-report & proxy measures) ýtir undir veðmálaþáttöku. Eins og rakið er í rannsóknunum í hlekk að ofan má sjá beintengingu á milli veðmálaauglýsinga og jákvæða ímynd þess að veðja hjá yngri kynslóðinni. Vitaskuld hefur engin rannsókn verið framkvæmd á Íslandi um áhrif þess sem „áhrifavaldar“ hafa á veðmálastarfsemi, fyrir utan þá rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason gerði um þáttöku íslendinga í veðmálum (sjá hér) en ætla má að það haldist í hendur við þessar rannsóknir raknar að ofan. Mörg Evrópu ríki hafa þegar farið í herferð gegn veðmálaauglýsingum og má þar helst nefna Tyrkland, Pólland, Holland, Belgía, Ítalía og Spánn. Þorkell Máni og formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn vöktu athygli á veðmálastarfsemi fyrr á árinu (hér) og (hér), Síðan þá hefur nákvæmlega ekkert gerst og þetta færst í aukanna sem segir sitt lítið af hverju um ráðamenn þessa lands. Ef lög þessa lands um málefni þetta er bara eitthvert skraut er um að gera að fella þau á brott, hið sama gildir um regluverk KSÍ. Vekja þarf athygli á alvarleikanum sem þetta getur haft í för með sér. Höfundur er lögfræðingur með sérhæfingu í íþróttarétti.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar