Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 23:13 Aðgerðarsinnar sem berjast gegn þungunarrofi voru ekki par sáttir þegar Trump virtist gefa í skyn að hann ætlaði að greiða atkvæði með tillögu um að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Hann hefur nú tekið af allan vafa um það. AP/Charlie Neibergall Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris. Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris.
Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent