Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 18:24 Íbúðarblokk í Kharkív brennur eftir að rússnesk svifsprengja lenti á henni í dag. Unglingsstúlka er sögð látin og nokkur börn særð. Vísir/Getty Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40