Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 18:24 Íbúðarblokk í Kharkív brennur eftir að rússnesk svifsprengja lenti á henni í dag. Unglingsstúlka er sögð látin og nokkur börn særð. Vísir/Getty Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40