Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:18 Frá eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur. vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira