Annar skemmdarvargurinn handtekinn en hinn á bak og burt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 14:54 Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á klæðningu byggingarinnar við Guðrúnartún 1. Vísir/Vilhelm Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið. Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira