Harris og Walz veita loks viðtal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 07:15 Harris og Walz hafa notið mikils meðbyrs og áttu góðar stundir á vel heppnuðu landsþingi Demókrata í síðustu viku. Menn hafa hins vegar varað við því að enn sé langt í land, eins og kannanir sýna. Getty/Anna Moneymaker Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira