Harris og Walz veita loks viðtal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 07:15 Harris og Walz hafa notið mikils meðbyrs og áttu góðar stundir á vel heppnuðu landsþingi Demókrata í síðustu viku. Menn hafa hins vegar varað við því að enn sé langt í land, eins og kannanir sýna. Getty/Anna Moneymaker Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira