Hinn grunaði ógæfumaður sem íbúar höfðu áhyggjur af Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:01 Mikil sorg ríkir í Neskaupsstað eftir að hjón fundust látin á heimili sínu. Norðfirðingur á fimmtugsaldri er grunaður um manndráp. Vísir/Einar Tengsl hins grunaða við hjón á áttræðisaldri sem fundust látin í Neskaupstað á fimmtudag, voru hvorki mikil né djúp eftir því sem lögregla kemst næst þótt enn sé unnið að því að upplýsa um þann þátt málsins. Niðurstöður krufninga munu liggja fyrir fljótlega. Lögreglan á Austurlandi fékk á fimmtudag útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ekki nema ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum okkar á föstudag, farið yfir atburðarásina og rætt við fólk á svæðinu. Á föstudag féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á vikulangt gæsluvarðhald og einangrun yfir manninum. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir að unnið sé eins hratt og hægt sé úr þeim gögnum sem lögreglan hafi aflað og sé í raun enn að afla. Hún muni taka ákvörðun um hvort lengra gæsluvarðhald þurfi til þegar nær dregur föstudegi. „Rannsókninni miðar vel, ennþá er verið að afla gagna og ræða við vitni. Sú vinna er í gangi núna. Það er búið að taka skýrslu af hinum grunaða en það er ekki hægt að fara út í það hvað út úr því kom að sinni, í það minnsta,“ segir Kristján Ólafur. Það hefur ekki komið fram játning enn eða hvað? „Ég get ekkert sagt um það að sinni.“ Kristján Ólafur er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi. Vettvangsrannsókn stendur enn yfir en von er á niðurstöðum krufninga.Vísir Síðast þegar við töluðum saman voruð þið að reyna að komast að því hver tengsl hins grunaða í málinu voru, eruð þið einhverju nær? „Rannsóknin miðar að því ennþá að reyna að átta sig á þeim þætti og það er ekki að sjá, í það minnsta en sem komið er, að þau tengsl hafi verið mjög mikil eða djúp.“ Kristján segir að eitt af því sem enn sé til rannsóknar sé hvert banamein hjónanna hafi verið. Það muni skýrast í vettvangsvinnu sem enn stendur yfir og þá muni niðurstöður krufninga berast fljótlega. Hinn grunaði óreglumaður Fréttastofa var í Neskaupstað á föstudag þar sem gríðarlega mikil sorg ríkir og átti nokkur samtöl við bæjarbúa en nokkrir þeirra sögðust hafa haft áhyggjur af ástandi hins grunaða í málinu í nokkurn tíma. Hann væri óreglumaður sem hefði verið í neyslu árum saman. Húsbruni í febrúar Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp eldsvoði í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar á þessu ári en hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Lögregluyfirvöld hafa frá því hið alvarlega mál kom upp á fimmtudag ekki viljað tjá sig um brunann. Hér í viðhengi er hægt að lesa nánar um eldsvoðann í frétt Austufréttar frá því í febrúar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2024 10:19 Skoða kreditkortagögn og rannsaka tengsl grunaða við hjónin Tengsl voru milli hins grunaða og eldri hjóna sem fundust látin á Neskaupstað í gær. Notast er við gögn um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða til að reyna að ná utan um atburðarásina. 23. ágúst 2024 16:00 Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi fékk á fimmtudag útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ekki nema ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum okkar á föstudag, farið yfir atburðarásina og rætt við fólk á svæðinu. Á föstudag féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á vikulangt gæsluvarðhald og einangrun yfir manninum. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir að unnið sé eins hratt og hægt sé úr þeim gögnum sem lögreglan hafi aflað og sé í raun enn að afla. Hún muni taka ákvörðun um hvort lengra gæsluvarðhald þurfi til þegar nær dregur föstudegi. „Rannsókninni miðar vel, ennþá er verið að afla gagna og ræða við vitni. Sú vinna er í gangi núna. Það er búið að taka skýrslu af hinum grunaða en það er ekki hægt að fara út í það hvað út úr því kom að sinni, í það minnsta,“ segir Kristján Ólafur. Það hefur ekki komið fram játning enn eða hvað? „Ég get ekkert sagt um það að sinni.“ Kristján Ólafur er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi. Vettvangsrannsókn stendur enn yfir en von er á niðurstöðum krufninga.Vísir Síðast þegar við töluðum saman voruð þið að reyna að komast að því hver tengsl hins grunaða í málinu voru, eruð þið einhverju nær? „Rannsóknin miðar að því ennþá að reyna að átta sig á þeim þætti og það er ekki að sjá, í það minnsta en sem komið er, að þau tengsl hafi verið mjög mikil eða djúp.“ Kristján segir að eitt af því sem enn sé til rannsóknar sé hvert banamein hjónanna hafi verið. Það muni skýrast í vettvangsvinnu sem enn stendur yfir og þá muni niðurstöður krufninga berast fljótlega. Hinn grunaði óreglumaður Fréttastofa var í Neskaupstað á föstudag þar sem gríðarlega mikil sorg ríkir og átti nokkur samtöl við bæjarbúa en nokkrir þeirra sögðust hafa haft áhyggjur af ástandi hins grunaða í málinu í nokkurn tíma. Hann væri óreglumaður sem hefði verið í neyslu árum saman. Húsbruni í febrúar Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp eldsvoði í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar á þessu ári en hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Lögregluyfirvöld hafa frá því hið alvarlega mál kom upp á fimmtudag ekki viljað tjá sig um brunann. Hér í viðhengi er hægt að lesa nánar um eldsvoðann í frétt Austufréttar frá því í febrúar.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2024 10:19 Skoða kreditkortagögn og rannsaka tengsl grunaða við hjónin Tengsl voru milli hins grunaða og eldri hjóna sem fundust látin á Neskaupstað í gær. Notast er við gögn um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða til að reyna að ná utan um atburðarásina. 23. ágúst 2024 16:00 Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2024 10:19
Skoða kreditkortagögn og rannsaka tengsl grunaða við hjónin Tengsl voru milli hins grunaða og eldri hjóna sem fundust látin á Neskaupstað í gær. Notast er við gögn um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða til að reyna að ná utan um atburðarásina. 23. ágúst 2024 16:00
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. ágúst 2024 13:45