Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 19:34 Salym Albyouk faðir 16 ára palestínsks drengs sem var stunginn um helgina segir árásina mikið áfall. Hann hélt að hann væri kominn með fjölskyldu sína til friðsamasta lands í heimi en óttast nú um son sinn. Vísir/Arnar Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp. Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp.
Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira