Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:01 Tvær íslenskar stúlkur og palestínskur piltur hlutu áverka í stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Vísir/Ívar Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni. Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni.
Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira