Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:01 Tvær íslenskar stúlkur og palestínskur piltur hlutu áverka í stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Vísir/Ívar Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni. Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni.
Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira