Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 09:02 Björn Daníel Sverrisson hefur farið mikinn með FH að undanförnu. Vísir/Sigurjón Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira