Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 15:05 Árásin átti sér stað á Skúlagötu laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir/Ívar Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“ Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira