Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 12:06 Skemmt hús í Acre í norðurhluta Ísrael sem sást í kjölfar árásar frá Líbanon. AP/Ariel Schalit Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira