Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 12:06 Skemmt hús í Acre í norðurhluta Ísrael sem sást í kjölfar árásar frá Líbanon. AP/Ariel Schalit Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira