Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 12:01 Reykjavíkurborg/Vilhelm Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“ Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira