Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2024 10:35 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar segir útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. „Lögregla fór þegar á staðinn með sjúkraliðum, og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra líka þar sem vitað var að vopni hafði verið beitt. Þar kom í ljós að það voru þrír brotaþolar sem höfðu verið stungnir. Þeir voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hinn grunaði hafi ekki verið handtekinn á vettvangi, heldur á heimili sínu. „Fyrstu andartökin og mínúturnar fóru í það að ná utan um þetta ástand á vettvangi. Það liðu einhverjar klukkustundir áður en hann var handtekinn.“ Allt Íslendingar Í tilkynningu lögreglu segir að einn brotaþola sé alvarlega slasaður og hafi gengist undir aðgerð í nótt. „Það er mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann að um fjóra Íslendinga sé að ræða. Lögreglan tekur einnig fram í tilkynningu sinni að brotaþolar og hinn grunaði séu ungt fólk, og málið unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Eru allir sem koma að þessu máli, brotaþolarnir þrír og hinn grunaði, undir átján ára aldri? „Já, eftir því sem ég kemst næst þá er það svo,“ segir Grímur. Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar segir útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. „Lögregla fór þegar á staðinn með sjúkraliðum, og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra líka þar sem vitað var að vopni hafði verið beitt. Þar kom í ljós að það voru þrír brotaþolar sem höfðu verið stungnir. Þeir voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hinn grunaði hafi ekki verið handtekinn á vettvangi, heldur á heimili sínu. „Fyrstu andartökin og mínúturnar fóru í það að ná utan um þetta ástand á vettvangi. Það liðu einhverjar klukkustundir áður en hann var handtekinn.“ Allt Íslendingar Í tilkynningu lögreglu segir að einn brotaþola sé alvarlega slasaður og hafi gengist undir aðgerð í nótt. „Það er mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann að um fjóra Íslendinga sé að ræða. Lögreglan tekur einnig fram í tilkynningu sinni að brotaþolar og hinn grunaði séu ungt fólk, og málið unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Eru allir sem koma að þessu máli, brotaþolarnir þrír og hinn grunaði, undir átján ára aldri? „Já, eftir því sem ég kemst næst þá er það svo,“ segir Grímur.
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31