Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2024 10:35 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar segir útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. „Lögregla fór þegar á staðinn með sjúkraliðum, og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra líka þar sem vitað var að vopni hafði verið beitt. Þar kom í ljós að það voru þrír brotaþolar sem höfðu verið stungnir. Þeir voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hinn grunaði hafi ekki verið handtekinn á vettvangi, heldur á heimili sínu. „Fyrstu andartökin og mínúturnar fóru í það að ná utan um þetta ástand á vettvangi. Það liðu einhverjar klukkustundir áður en hann var handtekinn.“ Allt Íslendingar Í tilkynningu lögreglu segir að einn brotaþola sé alvarlega slasaður og hafi gengist undir aðgerð í nótt. „Það er mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann að um fjóra Íslendinga sé að ræða. Lögreglan tekur einnig fram í tilkynningu sinni að brotaþolar og hinn grunaði séu ungt fólk, og málið unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Eru allir sem koma að þessu máli, brotaþolarnir þrír og hinn grunaði, undir átján ára aldri? „Já, eftir því sem ég kemst næst þá er það svo,“ segir Grímur. Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar segir útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. „Lögregla fór þegar á staðinn með sjúkraliðum, og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra líka þar sem vitað var að vopni hafði verið beitt. Þar kom í ljós að það voru þrír brotaþolar sem höfðu verið stungnir. Þeir voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. Hinn grunaði hafi ekki verið handtekinn á vettvangi, heldur á heimili sínu. „Fyrstu andartökin og mínúturnar fóru í það að ná utan um þetta ástand á vettvangi. Það liðu einhverjar klukkustundir áður en hann var handtekinn.“ Allt Íslendingar Í tilkynningu lögreglu segir að einn brotaþola sé alvarlega slasaður og hafi gengist undir aðgerð í nótt. „Það er mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann að um fjóra Íslendinga sé að ræða. Lögreglan tekur einnig fram í tilkynningu sinni að brotaþolar og hinn grunaði séu ungt fólk, og málið unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Eru allir sem koma að þessu máli, brotaþolarnir þrír og hinn grunaði, undir átján ára aldri? „Já, eftir því sem ég kemst næst þá er það svo,“ segir Grímur.
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31