Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki upplýsa um það hvort játning liggi fyrir í málinu.
„Það er búið að taka skýrslu af hinum grunaða, nokkuð mörgum vitnum og sú vinna er enn í gangi. Svo er bara verið að vinna í gagnaöflun og gagnavinnslu í kjölfar hennar.“
Er vitað hvað manninum gekk til?
„Það getum við ekki sagt neitt til um akkúrat núna, nei.“
Aðspurður um tengsl milli hins grunaða og hinna látnu segir Kristján þau hafa tengst en ekki sé um að ræða fjölskyldutengsl.
„Rannsókn málsins mun vonandi leiða það í ljós hver þau voru að öðru leyti.“
Reynt sé að ná utan um tímalínu málsins með því að ræða við vitni, fylgja eftir gögnum um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða um vegakerfið.
„Þannig það er verið að reyna að kortleggja það eins og hægt er,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.