„Ekki verið neitt sérstakt mál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 12:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun. Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira