Liðin mætast aftur eftir viku og kemst sigurvegarinn í einvíginu í Sambandsdeildina í vetur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17:35.
„Við erum alls ekki að fara vanmeta þá og höfum skoðað þetta lið mikið. Þetta er bara gott lið og margir mjög góðir á boltann. Svo erum þeir með marga spænska leikmenn sem eru mjög góðir. Ég held að þetta verði erfiður leikur. Við þurfum bara að gera það sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] er búinn að segja við okkur fyrir leikinn og sýna að við séum tilbúnir að spila fyrir framan okkar áhorfendur.“
Nikolaj misnotaði víti í Evrópuleik gegn Shamrock Rovers í sumar. Víti sem margir töldu að myndi einfaldlega kosta Víkinga Evrópudrauminn í ár. En nú fá þeir annað tækifæri til að komast inn í Sambandsdeildina.
„Ég held að það hafi kannski bara verið gott að ég klikkaði,“ segir Nikolaj léttur.
„Ég vill alltaf skora mark og við þurftum bara að fara aðra leið að þessu í ár, sem er bara allt góðu.“