Gúrkan hækkað um þúsund krónur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:49 Hrefna Sætran finnur fyrir vinsældum gúrkunnar hjá áhrifavöldum eins og Sunnevu Einars í innkaupaverðinu á gúrku. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman. Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman.
Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira