Lítil grein um stóran sáttmála Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim árum sem eru liðin frá undirritun sáttmálans hefur nauðsyn hans verið staðfest: Íbúum hefur fjölgað um 21 þúsund og bifreiðum um tæplega 16 þúsund. Það er ljóst nú og hefur lengi verið ljóst að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verða að þróast í samspili stofnvegaframkvæmda, öflugra almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Aukin lífsgæði Samgöngur eru lífæð landsins. Mikilvægt er að þær séu greiðar og að allar aðgerðir feli í sér aukið öryggi. Samgöngusáttmálinn er eins og fyrr sagði samspil mannvirkja fyrir fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur og virkra ferðamáta. Hann felur í sér að fólk getur valið sér ferðamáta. Aukin tíðni í almenningssamgöngum á eftir að einfalda líf íbúa svæðisins og gera fjölskyldum kleift að minnka kostnað sinn þegar kemur að fjölda bíla á heimili. Höfuðborgarsvæðið verður þegar framkvæmdum sáttmálans lýkur, líkara þeim borgarsvæðum sem við þekkjum í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru öflugar. Það þýðir með öðrum orðum að samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst. Því ekki geta það talist dýrmæt lífsgæði að eyða tíma sínum í umferðarteppum. Meiri framkvæmdir – meiri kostnaður Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 hefur heildarkostnaður við verkefnin sem innan hans eru hækkað. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst fólgin í því að bæst hafa við stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á borð við göng frá Grensásvegi að Vatnsmýri og stokkur á Sæbraut í stað mislægra gatnamóta. Líkt og í öðrum vegaframkvæmdum á landinu hefur vísitala framkvæmda hækkað mikið á síðustu árum. Það gildir einnig innan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert Hókus pókus! Óskhyggja dugar skammt þegar kemur að samgöngum. Lögmál veruleikans hverfa ekki sama hversu oft menn hrópa hókus pókus. Samgöngur eru einn af grunnþáttum í uppbyggingu samfélaga. Uppbygging samgangna snýr að því að uppfylla þarfir samfélagsins, ekki aðeins í dag heldur einnig og ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Samgöngur og skipulag byggðar snýst um að auka lífsgæði borgaranna. Staðreyndin er sú að án öflugra almenningssamgangna mun alltaf þrengjast meira og meira að fjölskyldubílnum nema sífellt stærri hluti af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins fari undir sífellt fleiri akreinar og bílastæði. Ég leyfi mér að efast um að það sé vilji íbúa höfuðborgarsvæðisins. Raunsæi kallar á hugrekki Stundum er það svo að stór verkefni sem taka áratugi í framkvæmd, líkt og raunin er þegar kemur að skipulagsmálum og samgöngumálum, mæta afgangi hjá stjórnmálamönnum því afraksturinn verður ekki sýnilegur í næstu kosningum. Einhver sagði að samgöngur og skipulag væru ekki pólitík heldur framtíðarsýn sem byggðist á gögnum og raunsæi, sem sagt skynsemi - en skynsemi er pólitísk stefna. Stundum er það svo að það raunsæi kallar á pólitískt hugrekki. Undirritun uppfærðs samgöngusáttmála er staðfesting þess að slíkt hugrekki finnst í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim árum sem eru liðin frá undirritun sáttmálans hefur nauðsyn hans verið staðfest: Íbúum hefur fjölgað um 21 þúsund og bifreiðum um tæplega 16 þúsund. Það er ljóst nú og hefur lengi verið ljóst að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verða að þróast í samspili stofnvegaframkvæmda, öflugra almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Aukin lífsgæði Samgöngur eru lífæð landsins. Mikilvægt er að þær séu greiðar og að allar aðgerðir feli í sér aukið öryggi. Samgöngusáttmálinn er eins og fyrr sagði samspil mannvirkja fyrir fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur og virkra ferðamáta. Hann felur í sér að fólk getur valið sér ferðamáta. Aukin tíðni í almenningssamgöngum á eftir að einfalda líf íbúa svæðisins og gera fjölskyldum kleift að minnka kostnað sinn þegar kemur að fjölda bíla á heimili. Höfuðborgarsvæðið verður þegar framkvæmdum sáttmálans lýkur, líkara þeim borgarsvæðum sem við þekkjum í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru öflugar. Það þýðir með öðrum orðum að samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst. Því ekki geta það talist dýrmæt lífsgæði að eyða tíma sínum í umferðarteppum. Meiri framkvæmdir – meiri kostnaður Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 hefur heildarkostnaður við verkefnin sem innan hans eru hækkað. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst fólgin í því að bæst hafa við stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á borð við göng frá Grensásvegi að Vatnsmýri og stokkur á Sæbraut í stað mislægra gatnamóta. Líkt og í öðrum vegaframkvæmdum á landinu hefur vísitala framkvæmda hækkað mikið á síðustu árum. Það gildir einnig innan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert Hókus pókus! Óskhyggja dugar skammt þegar kemur að samgöngum. Lögmál veruleikans hverfa ekki sama hversu oft menn hrópa hókus pókus. Samgöngur eru einn af grunnþáttum í uppbyggingu samfélaga. Uppbygging samgangna snýr að því að uppfylla þarfir samfélagsins, ekki aðeins í dag heldur einnig og ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Samgöngur og skipulag byggðar snýst um að auka lífsgæði borgaranna. Staðreyndin er sú að án öflugra almenningssamgangna mun alltaf þrengjast meira og meira að fjölskyldubílnum nema sífellt stærri hluti af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins fari undir sífellt fleiri akreinar og bílastæði. Ég leyfi mér að efast um að það sé vilji íbúa höfuðborgarsvæðisins. Raunsæi kallar á hugrekki Stundum er það svo að stór verkefni sem taka áratugi í framkvæmd, líkt og raunin er þegar kemur að skipulagsmálum og samgöngumálum, mæta afgangi hjá stjórnmálamönnum því afraksturinn verður ekki sýnilegur í næstu kosningum. Einhver sagði að samgöngur og skipulag væru ekki pólitík heldur framtíðarsýn sem byggðist á gögnum og raunsæi, sem sagt skynsemi - en skynsemi er pólitísk stefna. Stundum er það svo að það raunsæi kallar á pólitískt hugrekki. Undirritun uppfærðs samgöngusáttmála er staðfesting þess að slíkt hugrekki finnst í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun