„...nema sveitarstjórnir og lögregla“ Kristín Magnúsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 19:01 Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Landbúnaður Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun