Freista þess að umlykja rússneskt herlið í Kúrsk Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:33 Innrás Úkraínu í Kúrskhéraði hófst 6. ágúst. Getty/Kostiantyn Liberov Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira