Freista þess að umlykja rússneskt herlið í Kúrsk Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:33 Innrás Úkraínu í Kúrskhéraði hófst 6. ágúst. Getty/Kostiantyn Liberov Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Guardian hefur eftir rússneskum embættismönnum að brúin í þorpinu Karísj hafi orðið fyrir tjóni í gærnótt vegna úkraínsks stórskotaliðs. Var hún síðasta brúin á þessum hluta víglínunnar sem hægt væri að nota til hergagnaflutninga eftir að tvær aðrar brýr yfir sömu á voru eyðilagðar. Samkvæmt fréttaflutningi Guardian stefnir úkraínski herinn að því að sækja áfram úr bænum Súdsja sem hann náði á vald sitt í síðustu viku. Ófærar brýrnar hafa gert það að verkum að rússneskt herlið sitji fast sunnan megin árinnar í Koronevskí. Fari áhlaupið að óskum koma Úkraínumenn til með að ná um 700 ferkílómetrum af rússnesku landsvæði á sitt vald. Rússar hafa unnið að því að koma upp bráðabirgðabrúm yfir Seim til að auðvelda birgðaflutninga en þær eru auðveld skotmörk úkraínskra skotflauga. Í dag tóku Úkraínumenn þorpin Snagost og Apanasovka yfir en verulega hefur dregist úr hraða framsóknar þeirra. „Staðan er flókin þar. Rússarnir hafa fengið til sín aukalið. Sumir eru hæfir, aðrir ekki. Rússunum hefur reynst virkilega erfitt að ná aftur töpuðu landi á sitt vald,“ hefur Guardian eftir háttsettum úkraínskum embættismanni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira