„Drengirnir okkar eru líka í hættu“ Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2024 14:01 Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, einnig þekkt sem Ragga Nagli biður foreldra um að hafa augun opin. vísir/vilhelm „Við þurfum ekki aðeins að vernda ungu stúlkurnar okkar fyrir óraunhæfum viðmiðum um útlit. Drengirnir okkar eru líka í hættu.“ Þetta segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, einnig þekkt sem Ragga Nagli. Strákar eigi til að gleymast í umræðunni og þjáist alveg jafn mikið af óheilbrigðu sambandi við mat, líkamann og æfingar en það birtist oft á annan hátt. Heilsuátak drengja geti byrjað vel en síðan þróast í óheilbrigðar aðferðir, almenna líkamsskynjunarröskun eða það sem Ragnhildur hefur þýtt sem vöðvafíkn (e. muscle dysmorphia). Helsta einkenni hennar sé að einstaklingum finnist þeir aldrei vera nægilega stórir eða með nógu mikla vöðva. „Stúlkurnar fara oft í að svelta sig og borða minna, við sjáum það og það er rautt flagg fyrir okkur á meðan hitt getur verið falið miklu lengur,“ sagði Ragnhildur í Bítinu á Bylgjunni. Vöðvafíkn geti leiðst út í það að drengir verji óhóflega miklum tíma í ræktinni, fylgi mjög stífri áætlun þegar kemur að mat og borði oft á dag. „Allt saman er útpælt upp á nanógramm með prótein, kolvetni og fitu og eru að eyða löngum tímum í að spá og spekúlera og setja saman matseðla og eyða miklum tíma í það,“ bætir Ragnhildur við. Geti brugðist með mikilli reiði Hún segir að þegar annað fólk hafi orð á því að það sé heldur mikið í ræktinni þá geti einstaklingar með vöðvafíkn brugðist við með mikilli reiði og jafnvel slitið á tengsl við viðkomandi. „Þessu fylgir oft mikil félagsleg einangrun og mikill kvíði, og mikil depurð. Það einkennir þessi endurtekna „checking hegðun“ þar sem er verið að klípa í vöðvana, eru þeir nógu stórir? Það er verið að mæla þá, það er verið að skoða sig í speglinum óhóflega mikið, þeir geta farið í það að klæða sig í mörg lög af fatnaði til þess að virka stærri eða velja sérstaklega fatnað sem ýkir upp það sem þeir eru ánægðir með og fela síðan hitt,“ bætir Ragnhildur við. Fólk með vöðvafíkn færir oft fórnir til að geta varið meiri tíma í ræktinni.vísir/vilhelm Ýmsir þættir geti ýtt undir að fólk þrói með sér þessa óheilbrigðu hegðun og eru þeir sem hafa verið lagðir einelti á grundvelli útlits í aukinni áhættu. „Einhver sem hefur verið of feitur eða of mjór og eitthvað, verið kallaður einhverjum nöfnum. Hann leitar í ræktina og vöðvabyggingu sem leið út úr því og finnst hann þá vera stærri og meiri og eykur sjálfstraustið en í raun eru þessir einstaklingar með mjög lágt sjálfsmat.“ Þá leggi þeir oft megináherslu á útlit þegar kemur að sjálfsvirðingu en ekki mannkosti. Mikið af ýktum fyrirmyndum Ragnhildur bendir á að þær fyrirmyndir sem drengir sjá á skjánum, í símanum og í fjölmiðlum hafi mótandi áhrif. Aðalpersónurnar í nýju ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine hafi nýlega vakið hana til umhugsunar. „Þeir eru þarna rosalega stórir og massaðir og þessar ofurhetjur, þessi Marvel heimur sem er orðinn svo stór og Superman og allt þetta, þetta er allt orðin líkamsgerð sem er nánast óínáanleg nema með einhvers konar aðstoð í formi ólöglegra efna og eins bara prógrammið er mjög stíft.“ Um sé að ræða leikara sem æfi tvisvar til þrisvar á dag í marga mánuði til að koma sér í form fyrir slíkar kvikmyndir með hjálp einkaþjálfara og kokka. „Síðan fáum við skilaboð eða greinar þar sem það eru viðtöl við þá og þá er þetta látið líta út eins og: „Ef þú fylgir þessu prógrammi, þú ert bara klukkutíma í ræktinni og borðar bara svona og þá getur þú náð þessu“, sem er algjörlega óraunhæft. Svo reyna þeir þetta og ná ekki þessum árangri og þá vekur það frústrasjón og enn þá meira vonleysi og sjálfsmyndin lækkar enn frekar. Þetta er orðnar svo ýktar fyrirmyndir, líkaminn er orðinn svo ýktur,“ segir Ragnhildur. Sumir leikarar hafi tjáð sig opinberlega um það sem þurfi til að komast í ofurhetjuform og sögurnar liggi við að vera óhugnanlegar. „Þeir eru að þurrka sig upp. Hugh Jackman talar um 36 tíma vatnsföstu þar sem hann drakk ekki deigan dropa í 36 klukkutíma og þetta getur bara verið stórhættulegt fyrir heilsuna. Einn leikari sagðist vera kominn á það stig að hann gat fundið lykt af vatni í sama herbergi, hann var svo þyrstur.“ Hafi áhrif á félagsþroska Ragnhildur segir vöðvafíkn geta haft mikil áhrif á félagslíf ungra drengja. Margir þurfi á félagsmótun að halda og verja tíma með jafnöldrum sínum en dragi sig meira í hlé. „Þeir eru að eyða þessum löngu tímum í ræktinni og missa af mikilvægum hlutum, að mynda minningar og annað slíkt. Þetta hefur líka mikil áhrif á þeirra félagsþroska og eins bara að þróa með sér áráttuþráhyggju og kvíða og depurð og neikvæða sjálfsmynd.“ Þá eigi þeir til að forðast hluti sem tengist mat eða taki tíma frá ræktinni, fari ekki í bíó til að sleppa við að borða popp og sleppi því að hitta vini yfir mat eða drykk út af hitaeiningunum. „Þetta verður til þess að það verður ofboðslegt ójafnvægi í lífinu og þá veldur það yfirleitt mikill streitu og mikilli depurð og kvíða.“ Foreldrar þurfi að vera vakandi Ragnhildur segir að foreldrar þurfi að vera mikið vakandi yfir því hvenær heilsuhegðun hjá drengjum og stúlkum er orðin að einhvers konar þráhyggju og sé jafnvel komið út í óheilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann. „Það er svo mikilvægt að byrja snemma að kynna þau fyrir mismunandi líkamsgerðum. Hér er einhver kúluvarpari og hann lítur svona út því hans íþrótt krefst þess, og líka hvar liggur virði þitt? Er það í útlitinu eða eigum við ekki að leggja áherslu á hvers konar manneskja þú ert, varstu að koma vel fram við vini þína og ertu ekki örugglega að sýna þeim samkennd og það er það sem gerir þig að manneskju, það er innvolsið okkar.“ Hún hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir viðvörunarmerkjunum og gera börnum frekar snemma grein fyrir því hvers það krefst að vera í mjög góðu formi eða vera afreksíþróttamaður. „Það er mikil fórn og það er eitthvað sem gæti leitt út í eitthvað sem er óheilbrigt.“ „Við megum nefnilega alls ekki gleyma strákunum. Það er svo mikil áhersla á stelpurnar að þeir gleymast oft, þeirra óheilbrigða samband kemur oft allt öðruvísi fram en hjá stelpunum,“ ítrekar Ragnhildur að lokum. Börn og uppeldi Heilsa Geðheilbrigði Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, einnig þekkt sem Ragga Nagli. Strákar eigi til að gleymast í umræðunni og þjáist alveg jafn mikið af óheilbrigðu sambandi við mat, líkamann og æfingar en það birtist oft á annan hátt. Heilsuátak drengja geti byrjað vel en síðan þróast í óheilbrigðar aðferðir, almenna líkamsskynjunarröskun eða það sem Ragnhildur hefur þýtt sem vöðvafíkn (e. muscle dysmorphia). Helsta einkenni hennar sé að einstaklingum finnist þeir aldrei vera nægilega stórir eða með nógu mikla vöðva. „Stúlkurnar fara oft í að svelta sig og borða minna, við sjáum það og það er rautt flagg fyrir okkur á meðan hitt getur verið falið miklu lengur,“ sagði Ragnhildur í Bítinu á Bylgjunni. Vöðvafíkn geti leiðst út í það að drengir verji óhóflega miklum tíma í ræktinni, fylgi mjög stífri áætlun þegar kemur að mat og borði oft á dag. „Allt saman er útpælt upp á nanógramm með prótein, kolvetni og fitu og eru að eyða löngum tímum í að spá og spekúlera og setja saman matseðla og eyða miklum tíma í það,“ bætir Ragnhildur við. Geti brugðist með mikilli reiði Hún segir að þegar annað fólk hafi orð á því að það sé heldur mikið í ræktinni þá geti einstaklingar með vöðvafíkn brugðist við með mikilli reiði og jafnvel slitið á tengsl við viðkomandi. „Þessu fylgir oft mikil félagsleg einangrun og mikill kvíði, og mikil depurð. Það einkennir þessi endurtekna „checking hegðun“ þar sem er verið að klípa í vöðvana, eru þeir nógu stórir? Það er verið að mæla þá, það er verið að skoða sig í speglinum óhóflega mikið, þeir geta farið í það að klæða sig í mörg lög af fatnaði til þess að virka stærri eða velja sérstaklega fatnað sem ýkir upp það sem þeir eru ánægðir með og fela síðan hitt,“ bætir Ragnhildur við. Fólk með vöðvafíkn færir oft fórnir til að geta varið meiri tíma í ræktinni.vísir/vilhelm Ýmsir þættir geti ýtt undir að fólk þrói með sér þessa óheilbrigðu hegðun og eru þeir sem hafa verið lagðir einelti á grundvelli útlits í aukinni áhættu. „Einhver sem hefur verið of feitur eða of mjór og eitthvað, verið kallaður einhverjum nöfnum. Hann leitar í ræktina og vöðvabyggingu sem leið út úr því og finnst hann þá vera stærri og meiri og eykur sjálfstraustið en í raun eru þessir einstaklingar með mjög lágt sjálfsmat.“ Þá leggi þeir oft megináherslu á útlit þegar kemur að sjálfsvirðingu en ekki mannkosti. Mikið af ýktum fyrirmyndum Ragnhildur bendir á að þær fyrirmyndir sem drengir sjá á skjánum, í símanum og í fjölmiðlum hafi mótandi áhrif. Aðalpersónurnar í nýju ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine hafi nýlega vakið hana til umhugsunar. „Þeir eru þarna rosalega stórir og massaðir og þessar ofurhetjur, þessi Marvel heimur sem er orðinn svo stór og Superman og allt þetta, þetta er allt orðin líkamsgerð sem er nánast óínáanleg nema með einhvers konar aðstoð í formi ólöglegra efna og eins bara prógrammið er mjög stíft.“ Um sé að ræða leikara sem æfi tvisvar til þrisvar á dag í marga mánuði til að koma sér í form fyrir slíkar kvikmyndir með hjálp einkaþjálfara og kokka. „Síðan fáum við skilaboð eða greinar þar sem það eru viðtöl við þá og þá er þetta látið líta út eins og: „Ef þú fylgir þessu prógrammi, þú ert bara klukkutíma í ræktinni og borðar bara svona og þá getur þú náð þessu“, sem er algjörlega óraunhæft. Svo reyna þeir þetta og ná ekki þessum árangri og þá vekur það frústrasjón og enn þá meira vonleysi og sjálfsmyndin lækkar enn frekar. Þetta er orðnar svo ýktar fyrirmyndir, líkaminn er orðinn svo ýktur,“ segir Ragnhildur. Sumir leikarar hafi tjáð sig opinberlega um það sem þurfi til að komast í ofurhetjuform og sögurnar liggi við að vera óhugnanlegar. „Þeir eru að þurrka sig upp. Hugh Jackman talar um 36 tíma vatnsföstu þar sem hann drakk ekki deigan dropa í 36 klukkutíma og þetta getur bara verið stórhættulegt fyrir heilsuna. Einn leikari sagðist vera kominn á það stig að hann gat fundið lykt af vatni í sama herbergi, hann var svo þyrstur.“ Hafi áhrif á félagsþroska Ragnhildur segir vöðvafíkn geta haft mikil áhrif á félagslíf ungra drengja. Margir þurfi á félagsmótun að halda og verja tíma með jafnöldrum sínum en dragi sig meira í hlé. „Þeir eru að eyða þessum löngu tímum í ræktinni og missa af mikilvægum hlutum, að mynda minningar og annað slíkt. Þetta hefur líka mikil áhrif á þeirra félagsþroska og eins bara að þróa með sér áráttuþráhyggju og kvíða og depurð og neikvæða sjálfsmynd.“ Þá eigi þeir til að forðast hluti sem tengist mat eða taki tíma frá ræktinni, fari ekki í bíó til að sleppa við að borða popp og sleppi því að hitta vini yfir mat eða drykk út af hitaeiningunum. „Þetta verður til þess að það verður ofboðslegt ójafnvægi í lífinu og þá veldur það yfirleitt mikill streitu og mikilli depurð og kvíða.“ Foreldrar þurfi að vera vakandi Ragnhildur segir að foreldrar þurfi að vera mikið vakandi yfir því hvenær heilsuhegðun hjá drengjum og stúlkum er orðin að einhvers konar þráhyggju og sé jafnvel komið út í óheilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann. „Það er svo mikilvægt að byrja snemma að kynna þau fyrir mismunandi líkamsgerðum. Hér er einhver kúluvarpari og hann lítur svona út því hans íþrótt krefst þess, og líka hvar liggur virði þitt? Er það í útlitinu eða eigum við ekki að leggja áherslu á hvers konar manneskja þú ert, varstu að koma vel fram við vini þína og ertu ekki örugglega að sýna þeim samkennd og það er það sem gerir þig að manneskju, það er innvolsið okkar.“ Hún hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir viðvörunarmerkjunum og gera börnum frekar snemma grein fyrir því hvers það krefst að vera í mjög góðu formi eða vera afreksíþróttamaður. „Það er mikil fórn og það er eitthvað sem gæti leitt út í eitthvað sem er óheilbrigt.“ „Við megum nefnilega alls ekki gleyma strákunum. Það er svo mikil áhersla á stelpurnar að þeir gleymast oft, þeirra óheilbrigða samband kemur oft allt öðruvísi fram en hjá stelpunum,“ ítrekar Ragnhildur að lokum.
Börn og uppeldi Heilsa Geðheilbrigði Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira