Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2024 15:18 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu í orkumálum án sanngjarnrar skiptingar ríkis og sveitarfélaga. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Að hans sögn er brýnt að stjórnvöld semji við sveitarfélög um sanngjarnari tekjuskiptingu á mannvirkjum líkt og fyrirætluð vindorkuvirkjun í Búrfellslundi og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera upp við sveitarfélög. „Tölulegar staðreyndir sýna fram á það að við getum borið fjárhagslegt tjón af orkumannvirkjum sem eru starfrækt í sveitarfélaginu. Samt er það þannig að í okkar sveitarfélagi er framleitt meiri orka en dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ef þú undanskilur stóriðjuna,“ segir Haraldur í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það var í byrjun síðasta árs sem KPMG framkvæmdi fjárhagslega greiningu á starfsemi Landsvirkjunar í sveitarfélaginu og niðurstaðan úr þeirri greiningu sýndi svart á hvítu að sökum samspils laga, skattaumhverfisins, undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga og regluvirki jöfnunarsjóðs að þá í sumum tilfellum berum við beint fjárhagslegt tjón og í öðrum tilfellum fáum við örfáar krónur,“ bætir hann við. Komið að skuldadögum Haraldur fullyrðir að orkuvinnsla skili engum störfum í nærumhverfi sjálfra orkumannvirkjanna þrátt fyrir að allra umhverfisáhrifa gæti þar. Ávinningurinn, hagvöxturinn og verðmætu störfin sem fylgi slíkum mannvirkjum sé allt annars staðar. Hann segir málið vera brýnt. Stjórnvöld geri ráð fyrir því að verið í Búrfellslundi og fleiri slík mannvirki verði tekin í gagnið um leið og hægt er. Haraldur segir það því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að búa um nauðsynlega hnúta. Nefnilega að tryggja það að lítil sveitarfélög sitji ekki upp með öll neikvæðu áhrif slíkra mannvirkja en engin hin jákvæðu. „Það er komið að skuldadögum. Þá spyr ég bara: hver skuldar? Hver er í vanskilum?“ spyr Haraldur sig. Engin rök fyrir frekari uppbyggingu í óbreyttri mynd Haraldur hefur sinnt starfi sveitarstjóra og oddvita samhliða síðastliðinn tvö ár en lét af embættinu fyrrnefnda fyrir skömmu síðan. Hann segist átta sig á ábyrgðinni sem fylgir því að vera í forsvari fyrir samfélag. „Ég þarf að tryggja hag íbúanna til framtíðar, að samfélagið vaxi og dafni. Eins og staðan er núna þá er uppbygging orkumannvirkja ekki að gera það. Þá eru ansi margar spurningar sem maður stendur frammi fyrir. Ætlum við að halda áfram óbreyttri mynd? Ég get ekki séð nein rök fyrir því að frekari uppbygginu orkumannvirkja muni eiga sér stað fyrr en ríkisstjórnin hefur gert upp sín vanskil,“ segir Haraldur. „Forsenda uppbyggingar orkumannvirkja á Íslandi er háð því að sett verði fram á þingið nú í haust og samþykkt ný lög á grunni þeirra tillagna sem búið er að samþykkja í ríkisstjórn. Verði slíkt ekki gert þá fullyrði ég það að það mun allt stoppa í orkumannvirkjum,“ segir hann svo. Einföld staða Haraldur hefur fengið nóg af því að hlusta á fulltrúa stjórnvalda prédika samráð og gagnkvæman ágóða þegar tölurnar benda á allt aðra útkomu. „Það hefur ekkert gerst og ekkert breyst. Nú á að byrja. Það verður ekki byrjað fyrr en það er búið að tryggja nærumhverfinu ávinning,“ segir hann afdráttarlaust. „Ég er byrjaður að tala við mörg önnur sveitarfélög. Ég er byrjaður að reikna fyrir þau hvað þetta þýðir. það er bara þannig að af þeim nokkrum sveitarfélögum sem ég hef rætt hingað til við að um leið og menn sjá staðreyndirnar þá er enginn að fara að heimila nokkur orkumannvirki. Þetta er mjög einföld staða. Það er ögurstund framundan fyrir ríkisstjórnina. Ef hún ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Þá er bara eitt verkefni sem þarf að klára fyrst. Það er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga sem skilar nærumhverfinu ávinningi,“ segir Haraldur. „Það er ekki hægt að ganga lengur og valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi sem hafa tryggt þessa gríðarlega mikilvægu efnahagslegu innviði okkar þjóðar,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Að hans sögn er brýnt að stjórnvöld semji við sveitarfélög um sanngjarnari tekjuskiptingu á mannvirkjum líkt og fyrirætluð vindorkuvirkjun í Búrfellslundi og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera upp við sveitarfélög. „Tölulegar staðreyndir sýna fram á það að við getum borið fjárhagslegt tjón af orkumannvirkjum sem eru starfrækt í sveitarfélaginu. Samt er það þannig að í okkar sveitarfélagi er framleitt meiri orka en dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ef þú undanskilur stóriðjuna,“ segir Haraldur í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það var í byrjun síðasta árs sem KPMG framkvæmdi fjárhagslega greiningu á starfsemi Landsvirkjunar í sveitarfélaginu og niðurstaðan úr þeirri greiningu sýndi svart á hvítu að sökum samspils laga, skattaumhverfisins, undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga og regluvirki jöfnunarsjóðs að þá í sumum tilfellum berum við beint fjárhagslegt tjón og í öðrum tilfellum fáum við örfáar krónur,“ bætir hann við. Komið að skuldadögum Haraldur fullyrðir að orkuvinnsla skili engum störfum í nærumhverfi sjálfra orkumannvirkjanna þrátt fyrir að allra umhverfisáhrifa gæti þar. Ávinningurinn, hagvöxturinn og verðmætu störfin sem fylgi slíkum mannvirkjum sé allt annars staðar. Hann segir málið vera brýnt. Stjórnvöld geri ráð fyrir því að verið í Búrfellslundi og fleiri slík mannvirki verði tekin í gagnið um leið og hægt er. Haraldur segir það því á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að búa um nauðsynlega hnúta. Nefnilega að tryggja það að lítil sveitarfélög sitji ekki upp með öll neikvæðu áhrif slíkra mannvirkja en engin hin jákvæðu. „Það er komið að skuldadögum. Þá spyr ég bara: hver skuldar? Hver er í vanskilum?“ spyr Haraldur sig. Engin rök fyrir frekari uppbyggingu í óbreyttri mynd Haraldur hefur sinnt starfi sveitarstjóra og oddvita samhliða síðastliðinn tvö ár en lét af embættinu fyrrnefnda fyrir skömmu síðan. Hann segist átta sig á ábyrgðinni sem fylgir því að vera í forsvari fyrir samfélag. „Ég þarf að tryggja hag íbúanna til framtíðar, að samfélagið vaxi og dafni. Eins og staðan er núna þá er uppbygging orkumannvirkja ekki að gera það. Þá eru ansi margar spurningar sem maður stendur frammi fyrir. Ætlum við að halda áfram óbreyttri mynd? Ég get ekki séð nein rök fyrir því að frekari uppbygginu orkumannvirkja muni eiga sér stað fyrr en ríkisstjórnin hefur gert upp sín vanskil,“ segir Haraldur. „Forsenda uppbyggingar orkumannvirkja á Íslandi er háð því að sett verði fram á þingið nú í haust og samþykkt ný lög á grunni þeirra tillagna sem búið er að samþykkja í ríkisstjórn. Verði slíkt ekki gert þá fullyrði ég það að það mun allt stoppa í orkumannvirkjum,“ segir hann svo. Einföld staða Haraldur hefur fengið nóg af því að hlusta á fulltrúa stjórnvalda prédika samráð og gagnkvæman ágóða þegar tölurnar benda á allt aðra útkomu. „Það hefur ekkert gerst og ekkert breyst. Nú á að byrja. Það verður ekki byrjað fyrr en það er búið að tryggja nærumhverfinu ávinning,“ segir hann afdráttarlaust. „Ég er byrjaður að tala við mörg önnur sveitarfélög. Ég er byrjaður að reikna fyrir þau hvað þetta þýðir. það er bara þannig að af þeim nokkrum sveitarfélögum sem ég hef rætt hingað til við að um leið og menn sjá staðreyndirnar þá er enginn að fara að heimila nokkur orkumannvirki. Þetta er mjög einföld staða. Það er ögurstund framundan fyrir ríkisstjórnina. Ef hún ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Þá er bara eitt verkefni sem þarf að klára fyrst. Það er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga sem skilar nærumhverfinu ávinningi,“ segir Haraldur. „Það er ekki hægt að ganga lengur og valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi sem hafa tryggt þessa gríðarlega mikilvægu efnahagslegu innviði okkar þjóðar,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira