Slagsmál brutust út meðal þingmanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2024 09:59 Tveir þingmenn leituðu sér læknisaðstoðar eftir slagsmálin. Getty/Mustafa Istemi Slagsmál brutust út meðal þingmanna á tyrkneska þinginu í gær þegar deilt var um fangelsaðan þingmann stjórnarandstöðunnar sem sviptur var umboði sínu fyrr á árinu. Tveir særðust og var þingfundi frestað en var hann settur á nýjan leik skömmu síðar og var tillaga um að veita lögmanninum og aðgerðarsinnanum Can Atalay umboð sitt aftur felld. Atalay hlaut kjör til þingsins eftir að hafa rekið kosningabaráttu úr fangelsi. Þingmaður Verkamannaflokks Tyrklands fordæmdi meðferð ríkisstjórnarinnar á Atalay úr ræðustól þegar Alpay Ozalan, þingmaður AKP, flokks Recep Tayyip Erdoğans, veittist að honum. A fistfight broke out in Turkey's parliament when an opposition deputy was attacked after calling for his colleague, jailed on charges of organizing anti-government protests but since elected an MP, to be admitted to the assembly https://t.co/M4NyyclfD2 pic.twitter.com/oCrNamNwCq— Reuters (@Reuters) August 16, 2024 „Það er ekki furða að þið skulið kalla Atalay hryðjuverkamenn,“ hefur Guardian eftir Ahmet Sik, þingmanni Verkamannaflokksins í pontu. „En allir borgarar ættu að vita að mestu hryðjuverkamenn þessa lands eru þeir sem sitja á þessum bekkjum,“ sagði hann þá og átti við þingmenn ríkisstjórnarinnar. Illa var tekið í þessi ummæli hans og gekk Alpay Ozalan að Sik ásamt hópi þingmanna AKP og hrinti honum úr pontu og niður á gólfið. Þar sem Sik lá á gólfinu var hann ítrekað kýldur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar og tugir tóku þátt í slagsmálunum sem brutust út. Í kjölfar handalögmálanna þurftu tveir þingmenn að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í höfði. Can Atalay var sviptur þingsæti sínu í janúar en hann var dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að standa að umfangsmiklum mótmælum gegn ríkisstjórn Erdoğans í Istanbúl árið 2013. Tyrkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Tveir særðust og var þingfundi frestað en var hann settur á nýjan leik skömmu síðar og var tillaga um að veita lögmanninum og aðgerðarsinnanum Can Atalay umboð sitt aftur felld. Atalay hlaut kjör til þingsins eftir að hafa rekið kosningabaráttu úr fangelsi. Þingmaður Verkamannaflokks Tyrklands fordæmdi meðferð ríkisstjórnarinnar á Atalay úr ræðustól þegar Alpay Ozalan, þingmaður AKP, flokks Recep Tayyip Erdoğans, veittist að honum. A fistfight broke out in Turkey's parliament when an opposition deputy was attacked after calling for his colleague, jailed on charges of organizing anti-government protests but since elected an MP, to be admitted to the assembly https://t.co/M4NyyclfD2 pic.twitter.com/oCrNamNwCq— Reuters (@Reuters) August 16, 2024 „Það er ekki furða að þið skulið kalla Atalay hryðjuverkamenn,“ hefur Guardian eftir Ahmet Sik, þingmanni Verkamannaflokksins í pontu. „En allir borgarar ættu að vita að mestu hryðjuverkamenn þessa lands eru þeir sem sitja á þessum bekkjum,“ sagði hann þá og átti við þingmenn ríkisstjórnarinnar. Illa var tekið í þessi ummæli hans og gekk Alpay Ozalan að Sik ásamt hópi þingmanna AKP og hrinti honum úr pontu og niður á gólfið. Þar sem Sik lá á gólfinu var hann ítrekað kýldur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar og tugir tóku þátt í slagsmálunum sem brutust út. Í kjölfar handalögmálanna þurftu tveir þingmenn að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í höfði. Can Atalay var sviptur þingsæti sínu í janúar en hann var dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að standa að umfangsmiklum mótmælum gegn ríkisstjórn Erdoğans í Istanbúl árið 2013.
Tyrkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira