Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 10:25 Heitavatnslaust verður alls staðar í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Á mánudag verður lokað fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu, til þess að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfi. Búist er við því að kerfið nái fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Svæðið sem um ræðir.veitur Frá þessu er greint á vef Veitna. Þar segir að verið sé að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þurfi að taka heita vatnið af. „Gangi allt eftir áætlun ætti kerfið að hafa náð fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Áhrifin eru mikil á stórt svæði. Við munum nýta tímann og tækifærið vel og sinna öðrum aðkallandi verkum samtímis,“ segir í tilkynningu. „Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og við höfum skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta að vinna það hratt og örugglega.“ Æðin sem um ræðir.veitur Mánudagskvöldið 19. ágúst hefjist vinna við að tæma heita vatnið af Suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. „Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu. Við ætlum að bæta við búnaði, auka rekstraröryggi nýrra hverfa og sinna nauðsynlegu og fyrirbyggjandi viðhaldi í kerfinu. Viðamesta verkið er að tengja Suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.“ Orkumál Vatn Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Á mánudag verður lokað fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu, til þess að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfi. Búist er við því að kerfið nái fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Svæðið sem um ræðir.veitur Frá þessu er greint á vef Veitna. Þar segir að verið sé að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þurfi að taka heita vatnið af. „Gangi allt eftir áætlun ætti kerfið að hafa náð fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Áhrifin eru mikil á stórt svæði. Við munum nýta tímann og tækifærið vel og sinna öðrum aðkallandi verkum samtímis,“ segir í tilkynningu. „Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og við höfum skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta að vinna það hratt og örugglega.“ Æðin sem um ræðir.veitur Mánudagskvöldið 19. ágúst hefjist vinna við að tæma heita vatnið af Suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. „Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu. Við ætlum að bæta við búnaði, auka rekstraröryggi nýrra hverfa og sinna nauðsynlegu og fyrirbyggjandi viðhaldi í kerfinu. Viðamesta verkið er að tengja Suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.“
Orkumál Vatn Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira