Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 11:23 Netverslanir líkt og Temu og Shein hafa komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og Sál ræddi hinar nýju sölusíður og hinn svokallaða Temu glampa í augum margra Íslendinga sem hafa verið duglegir að versla á síðunni. Undanfarnar vikur og mánuði hafa auglýsingar kínversku síðunnar farið mikinn á samfélagsmiðlum Íslendinga. Þar er hið ótrúlegasta dót auglýst, allt frá orkusteinum til skipulagshirslna og bakpoka sem rúma skó og fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt. Þurfum ekki allt þetta dót Katrín segir síðurnar bjóða upp á allskyns hluti sem flestir vissu ekki að þeir þyrftu á að halda. Um leið og þeir sjái hlutina þá upplifi þeir hinsvegar að þeir þurfi svo sannarlega að kaupa þá. Um svokallaða gerviþörf sé að ræða. „Það er þessi blessaða hjarðhegðun hjá okkur. Við erum fá og það er auðvelt að láta orðið berast og um leið og það eru nokkrir þá eru allir að gera þetta, það eru allir að panta á netinu og það eru allir að skoða þetta.“ Sannleikurinn sé hinsvegar sá að við þurfum ekki allt þetta dót. Katrín rifjar upp sambærileg æði líkt og þegar Costco kom til landsins og þegar það var nýtt og spennandi að fara í fríhöfnina. Fáum umbun Katrín tekur fram að hún sé ekki fíknisérfræðingur. Það sé hinsvegar auðvelt að sjá fyrir sér að þetta geti auðveldlega orðið að ákveðinni fíkn hjá fólki. „Það er rosa auðvelt að sitja upp í sófa og það er ekki búið að vera neitt rosalega mikið af sólríkum dögum, margir sem hafa þurft að stytta sér stundir heima og þá er rosa auðvelt að opna eitthvað af þessum síðum og setja í körfu og svo jafnvel panta,“ segir Katrín. Hún segir hugrænu áhrifin sem ferlið hefur stóran hluta af mannlegu eðli, að upplifa það að fá umbun strax með því að versla sér á netinu. „Þetta er alveg eins fíkn og áfengisfíkn eða matarfíkn eða hvaða önnur fíkn og þetta er náttúrulega fyrir framan mann.“ Verslun Heilsa Bítið Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og Sál ræddi hinar nýju sölusíður og hinn svokallaða Temu glampa í augum margra Íslendinga sem hafa verið duglegir að versla á síðunni. Undanfarnar vikur og mánuði hafa auglýsingar kínversku síðunnar farið mikinn á samfélagsmiðlum Íslendinga. Þar er hið ótrúlegasta dót auglýst, allt frá orkusteinum til skipulagshirslna og bakpoka sem rúma skó og fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt. Þurfum ekki allt þetta dót Katrín segir síðurnar bjóða upp á allskyns hluti sem flestir vissu ekki að þeir þyrftu á að halda. Um leið og þeir sjái hlutina þá upplifi þeir hinsvegar að þeir þurfi svo sannarlega að kaupa þá. Um svokallaða gerviþörf sé að ræða. „Það er þessi blessaða hjarðhegðun hjá okkur. Við erum fá og það er auðvelt að láta orðið berast og um leið og það eru nokkrir þá eru allir að gera þetta, það eru allir að panta á netinu og það eru allir að skoða þetta.“ Sannleikurinn sé hinsvegar sá að við þurfum ekki allt þetta dót. Katrín rifjar upp sambærileg æði líkt og þegar Costco kom til landsins og þegar það var nýtt og spennandi að fara í fríhöfnina. Fáum umbun Katrín tekur fram að hún sé ekki fíknisérfræðingur. Það sé hinsvegar auðvelt að sjá fyrir sér að þetta geti auðveldlega orðið að ákveðinni fíkn hjá fólki. „Það er rosa auðvelt að sitja upp í sófa og það er ekki búið að vera neitt rosalega mikið af sólríkum dögum, margir sem hafa þurft að stytta sér stundir heima og þá er rosa auðvelt að opna eitthvað af þessum síðum og setja í körfu og svo jafnvel panta,“ segir Katrín. Hún segir hugrænu áhrifin sem ferlið hefur stóran hluta af mannlegu eðli, að upplifa það að fá umbun strax með því að versla sér á netinu. „Þetta er alveg eins fíkn og áfengisfíkn eða matarfíkn eða hvaða önnur fíkn og þetta er náttúrulega fyrir framan mann.“
Verslun Heilsa Bítið Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38