Stór skellur í fyrsta leik á HM í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:45 Átján ára stelpurnar byrja HM ekki vel en þær fá tvo leiki til viðbótar í riðlinum til að sýna sitt rétta andlit. @hsi_iceland Stelpurnar í íslenska átján ára landsliðinu í handbolta töpuðu stórt í fyrsta leik sínum í heimsmeistarakeppni U18 í Chuzhou í Kína. Tékkland vann ellefu marka sigur á Íslandi, 28-17, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 16-4. Íslensku stelpurnar höfðu tapað með sex mörkum á móti þessu tékkneska liði á EM í fyrrasumar en nú gekk mun verr á móti þessu öfluga liði. Tékkar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og komust í 7-1. Eftir þessa slæmu byrjun áttu okkar stelpur á brattann að sækja. Enginn leikmaður íslenska liðsins skorað meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum þar sem skotnýtingin var bara 22 prósent (4 mörk úr 18 skotum). Íslensku stelpurnar voru því tólf mörkum undir í hálfleik en þær skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og þvinguðu fram tékkneskt leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem vann fyrstu tíu mínúturnar 4-1. Tékkarnir hleyptu þeim þó ekki mikið nær og unnu öruggan sigur. Það var þó allt annað að skora þrettán mörk í hálfleik en bara fjögur mörk og núna þurfa stelpurnar bara að byggja ofan á þennan seinni hálfleik. Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með þrjú mörk hvor. Þær Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar fá tækifæri til að sýna sitt rétta andlit í hinum leikjum riðilsins á móti Þýskalandi og Gíneu. Handbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Tékkland vann ellefu marka sigur á Íslandi, 28-17, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 16-4. Íslensku stelpurnar höfðu tapað með sex mörkum á móti þessu tékkneska liði á EM í fyrrasumar en nú gekk mun verr á móti þessu öfluga liði. Tékkar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og komust í 7-1. Eftir þessa slæmu byrjun áttu okkar stelpur á brattann að sækja. Enginn leikmaður íslenska liðsins skorað meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum þar sem skotnýtingin var bara 22 prósent (4 mörk úr 18 skotum). Íslensku stelpurnar voru því tólf mörkum undir í hálfleik en þær skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og þvinguðu fram tékkneskt leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem vann fyrstu tíu mínúturnar 4-1. Tékkarnir hleyptu þeim þó ekki mikið nær og unnu öruggan sigur. Það var þó allt annað að skora þrettán mörk í hálfleik en bara fjögur mörk og núna þurfa stelpurnar bara að byggja ofan á þennan seinni hálfleik. Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með þrjú mörk hvor. Þær Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar fá tækifæri til að sýna sitt rétta andlit í hinum leikjum riðilsins á móti Þýskalandi og Gíneu.
Handbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira